Guðni og Eliza í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í janúar Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2017 13:36 Heimsókn Guðna og Elizu er í boði Karls Gústafs Svíakonungs. Håkan Juholt sendiherra segir það hafa verið skemmtilegt að skipuleggja heimsóknina. Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands. Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Sjá meira
Karl Gústaf Svíakonungur hefur boðið Guðna Th. Jóhannessyni forseti og Elizu Reid forsetafrú í opinbera heimsókn til Svíþjóðar í næsta mánuði. Þetta staðfestir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi, í samtali við Vísi. Heimsóknin hefst miðvikudaginn 17. janúar 2018 og stendur fram á föstudaginn 19. janúar. Juholt segir að enn sé verið að setja saman dagskrá heimsóknarinnar en að sérstakur hátíðarkvöldverður verði haldinn í Stokkhólmi, forsetahjónunum til heiðurs. Verða sænsku konungshjónin, Viktoría krónprinsessa, forsætisráðherrann Stefan Löfven og fleiri ráðherrar úr sænsku ríkisstjórninni á meðal gesta. Gestalistinn enn í smíðum Sendiherrann segir að gestalisti hátíðarkvöldverðarins sé enn í smíðum, en að vonast sé til að hægt verði að fá gesti úr mörgum sviðum íslensks og sænsks þjóðlífs – úr heimi viðskipta, háskólasamfélagsins, íþrótta, menningar og fleiri – þannig að ekki verði þar einungis fólk úr heimi stjórnmála. Juholt vonast til að heimsóknin muni vera báðum ríkjum til góðs og að forsetinn og þeir sem honum fylgja frá Íslandi muni ná að ræða fjölda þeirra mála sem tengja ríkin saman – pólitískt samstarf, viðskipti, menntamál, sameiginleg gildi íslensku og sænsku þjóðarinnar og þannig mætti áfram telja. Håkan Juholt tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust.Regeringen.se Skemmtileg byrjun á sendiherraferlinumJuholt, sem er fyrrverandi þingmaður og formaður sænskra Jafnaðarmanna, tók við embætti sendiherra Svíþjóðar á Íslandi í haust. „Þetta er skemmtileg byrjun á ferli mínum sem sendiherra, að eiga þátt í að skipuleggja þessa heimsókn.“ Hann vonast til að með henni muni einnig gefast færi til að skapa umræðu innan skóla, bæði í Svíþjóð og á Íslandi, um samstarf ríkjanna og að skólabörn á Íslandi geti fræðst um Svíþjóð og öfugt. Guðni og Elísa fóru í sína fyrstu opinberu heimsókn til erlends ríkis í janúar á þessu ári þegar þau héldu til Danmerkur í boði Margrétar Þórhildar Danadrottningar. Þá fóru forsetahjónin í opinbera heimsókn til Noregs í mars og til Færeyja í maí. Sömuleiðis héldu forsetahjónin til Finnlands í júní í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis Finnlands.
Forseti Íslands Karl Gústaf XVI Svíakonungur Svíþjóð Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Innlent Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Innlent Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Erlent Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Innlent Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Innlent Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Innlent Allt að sautján stiga hiti í dag Veður „Þurfum að huga að forvörnum“ Fréttir Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Innlent Steini frá Straumnesi látinn Innlent Fleiri fréttir Vonar að Rauði krossinn endurskoði afstöðu sína Segir ásakanir kjaftæði og íhugar meiðyrðamál Átök í Sósíalistaflokknum, þinglokaviðræður og síðasti dagur Litlu kaffistofunnar Veiðigjöld ekki á dagskrá þingfundar í dag Gripinn við innbrot og bíl ekið inn í búð Greindi þátt almennings og fjölmiðla í máli „strokufangans“ Mikill viðbúnaður vegna eftirfarar á Sæbraut Sagður hafa tæmt sjóði flokksins og rekur nýja stjórn úr húsnæðinu Halla forseti blandar sér í götuljósaumræðuna Reiða fram rúma milljón fyrir Jakub Tilraun langtímakjarasamninga hafi mistekist Málið rannsakað sem tilraun til manndráps Telja Múmínlundinn klárt brot á höfundarétti Glænýr leikskóli í Mosfellsbæ heitir Sumarhús Verðbólguvonbrigði, hraðakstur og kokkur með keppnisskap Málið týndist í kerfinu og reyndist á endanum fyrnt Segulómtækið enn óvirkt og beðið eftir þúsund lítrum af helíni „Allar kannanir eru með einhverja óvissu“ Steini frá Straumnesi látinn Áfram frestað meðan formenn funda Birgir Ármannsson kominn með málflutningsréttindi Þingmenn ekki svo heppnir að fá tvöföld laun Standa saman gegn „óskiljanlegri“ ósk Vegagerðarinnar Helgi leiðir nefnd um atvinnumál í Norðurþingi Nú má heita Kareem Link Baggio og Anóra Vava Star Kerfið bilaði og atkvæði greidd upp á gamla mátann Ánægja með gjaldfrjálsar skólamáltíðir en fjármögnunin áskorun Verðbólga eykst og Alþingi í óvissu Gerðu úttekt á skrifstofu Ríkissáttasemjara Stærsti árgangur sögunnar fer í framhaldsskóla: „Það verður þétt setið í skólastofunni“ Sjá meira