Stofnaði Miðflokkinn og gaf Sigmundi Davíð Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. desember 2017 07:00 Sigmundur Davíð fékk nafn og kennitölu Miðflokksins frá Tryggva í haust. vísir/Ernir „Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
„Mér þótti þetta flott og lýsandi nafn fyrir stjórnmálaflokk og festi mér það því með fjölskyldu minni,“ segir hæstaréttarlögmaðurinn Tryggvi Agnarsson, maðurinn sem stofnaði Miðflokkinn í maí 2009. Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar er í dag rekinn á sömu kennitölu og Tryggvi festi sér fyrir rúmum átta árum. Stofnandinn hugsaði sig ekki tvisvar um þegar beiðni kom frá herbúðum Sigmundar í haust og lét flokkinn af hendi. „Ég hafði ekkert nýtt mér þetta á neinn hátt en þegar Sigmundur fór af stað í haust var komið að máli við mig og ég spurður hvort ég væri tilbúinn að leyfa honum að taka yfir nafnið,“ segir Tryggvi. „Þótt við séum nú ekki skoðanabræður að öllu leyti fannst mér Sigmundur eiga það skilið að fá að eignast nafnið. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um. Ég vonaði að þetta gæti nýst honum til góðra verka og vona enn.“Tryggvi Agnarsson stofnaði Miðflokkinn árið 2009.vísir/ernirSamkvæmt stofngögnum var Miðflokkurinn stofnaður 26. maí 2009 þar sem fram kemur að tilgangur hans sé að berjast fyrir „nútímalegu lýðræðis- og jafnréttisþjóðfélagi gegn sérhagsmunum, spillingu, skattpíningu og sóun“. Aðspurður hvort hann hafi skoðað hvernig Miðflokkur Sigmundar standist samanburð við upprunalegu stefnuna segist Tryggvi telja flesta flokka standa fyrir þetta. „En þetta var stjórnmálaflokkur með öllu tilheyrandi, stefnuskrá, lögum og öðru en ég hef nú ekkert fylgst með því hvernig hann vinnur með það. Maður treystir því að þetta sé í góðum höndum,“ segir Tryggvi, sem einnig stofnaði Nýtt afl sem bauð fram til þings árið 2003.Stofngögn Miðflokks Tryggva Agnarssonar 26. maí 2009.Miðflokkurinn lá í dvala til 3. október sl. þegar Sigmundur og fleiri tóku við félaginu, skipuðu nýja stjórn og lögðu fram nýjar samþykktir og lög í stað þeirra gömlu. Aðalfundur hins nýja flokks fór fram 25. september 2017, degi eftir að Sigmundur lýsti því yfir að hann væri hættur í Framsókn og ætlaði fram með nýjan flokk. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu þessarar fréttar en Tryggvi telur líklegt að Sigmundur hafi verið að skoða nöfn sem í boði voru og séð að Miðflokkurinn var frátekinn.Lög hins og stefna Miðflokksins í stofngögnum 2009.„Kannski datt honum í hug að sonarsonur Tryggva Þórhallssonar, fyrrverandi forsætisráðherra Framsóknarflokksins, kynni að vera sér sæmilega velviljaður og myndi láta hann fá nafnið,“ segir Tryggvi og hlær. Ekki hafi hvarflað að honum að fara fram á greiðslu fyrir flokkinn. „Ég hugsaði bara að þetta gæti nýst til góðra verka og vonaði að það yrði þannig í hans höndum. Ég er vissulega stofnandi Miðflokksins en það er meira tæknilegs eðlis, þetta varð að veruleika í hans höndum. Sigmundur á þetta,“ segir Tryggvi og óskar Miðflokknum og formanninum alls hins besta. 3. október síðstliðinn tóku Sigmundur Davíð og félagar við Miðflokknum.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira