Beðið um gistingu í fangaklefa í hverri viku Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 26. desember 2017 19:00 Einu neyðarúrræðin fyrir útigangsfólk er í Reykjavíkurborg og sækja heimilislausir og utangarðsfólk í borgina þrátt fyrir að eiga lögheimili annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur verið mikill húsnæðisskortur síðasta árið. Formaður bæjarráðs sagði í viðtali við fréttum okkar í gær að hundrað manns biði eftir félagslegu húsnæði en eins og annars staðar, er ekkert gistiskýli eða neyðarúrræði fyrir heimilislausa í bænum. Ef einhver er í neyð þarf hann að snúa til lögreglunnar. „Þetta tengist oft geðrænum vanda, áfengisneyslu og fíkniefnum. Þetta eru menn sem hafa verið reknir burt þaðan sem þeir hafa haft gistingu, hvort sem það er hjá ættingjum eða vinum," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Einhver gisti að eigin ósk í fangaklefa lögreglunnar í 54 nætur á síðasta ári. Það eru 4-5 skipti í hverjum mánuði eða einu sinni í viku. Skúli segir þó eingöngu tvo til þrjá aðila hafa gist ítrekað yfir ákveðið tímabil og verið þá greinilega á götunni. „Það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem koma hingað og ef það er laus fangaklefi þá er hægt að sofa hér og fá teppi, koma inn í hlýjuna. Við ræðum svo við fólk um þeirra vandamál, hvort þeir séu að leita sér aðstoðar og þess háttar,“ segir Skúli sem telur líklegt að fólk eigi auðveldara með að komast inn hjá vinum og vandamönnum í smærri samfélögum. „Þótt Reykjanesbær sé orðið stórt samfélag þá virðast menn ekki vera komnir með þörf fyrir gistiskýli," segir hann. Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Einu neyðarúrræðin fyrir útigangsfólk er í Reykjavíkurborg og sækja heimilislausir og utangarðsfólk í borgina þrátt fyrir að eiga lögheimili annars staðar. Í Reykjanesbæ hefur verið mikill húsnæðisskortur síðasta árið. Formaður bæjarráðs sagði í viðtali við fréttum okkar í gær að hundrað manns biði eftir félagslegu húsnæði en eins og annars staðar, er ekkert gistiskýli eða neyðarúrræði fyrir heimilislausa í bænum. Ef einhver er í neyð þarf hann að snúa til lögreglunnar. „Þetta tengist oft geðrænum vanda, áfengisneyslu og fíkniefnum. Þetta eru menn sem hafa verið reknir burt þaðan sem þeir hafa haft gistingu, hvort sem það er hjá ættingjum eða vinum," segir Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum. Einhver gisti að eigin ósk í fangaklefa lögreglunnar í 54 nætur á síðasta ári. Það eru 4-5 skipti í hverjum mánuði eða einu sinni í viku. Skúli segir þó eingöngu tvo til þrjá aðila hafa gist ítrekað yfir ákveðið tímabil og verið þá greinilega á götunni. „Það eru alltaf einhverjir einstaklingar sem koma hingað og ef það er laus fangaklefi þá er hægt að sofa hér og fá teppi, koma inn í hlýjuna. Við ræðum svo við fólk um þeirra vandamál, hvort þeir séu að leita sér aðstoðar og þess háttar,“ segir Skúli sem telur líklegt að fólk eigi auðveldara með að komast inn hjá vinum og vandamönnum í smærri samfélögum. „Þótt Reykjanesbær sé orðið stórt samfélag þá virðast menn ekki vera komnir með þörf fyrir gistiskýli," segir hann.
Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira