Bitcoin æsingur Björn Berg Gunnarsson skrifar 27. desember 2017 09:45 Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Rafmyntir eru gífurlega spennandi. Þekktust þeirra er Bitcoin og það má vel vera að í framtíðinni verði hún valkostur fyrir þá sem vilja nýta hana til daglegra viðskipta en í dag er hið mikla verðmæti hennar nær eingöngu falið í voninni um notagildi í framtíðinni. Bitcoin var áberandi í fjölmiðlum síðari hluta ársins sem nú er að líða, enda hefur verðið fimmtánfaldast það sem af er ári. Fréttir af miklum hækkunum eru vinsælar og verða oft kveikjan að frekari kaupum þar sem fátt hefur meiri áhrif á tilfinningar fjárfesta en áhyggjur af því að vera að missa af hækkunum. „Ávöxtun í fortíð er ekki ávísun á ávöxtun í framtíð,“ má finna í fyrirvörum við auglýsingar fjármálafyrirtækja. Þetta ætti að segja sig sjálft en því miður hefur ávöxtun síðustu mánaða oft meiri áhrif á fjárfestinga- og sparnaðarákvarðanir en faglegt mat á framtíðarhorfum. Lítil verðbólga síðustu 12 mánuði segir ekkert til um hvernig verðtryggður sparnaður muni ávaxtast rétt eins og að hrunið 2008 var ekki ástæða til að forðast hlutabréf. Hækkanir rafmynta byggjast að miklu leyti á spákaupmennsku, æsingi og óskhyggju. Fjárfesting getur hugsanlega veitt skjótfenginn gróða en líka lækkað um þriðjung eins og þeir sem stukku seint á Bitcoin vagninn fengu í jólagjöf. Rétt eins og ef fjárfest væri í hlutabréfi nýsköpunarfyrirtækis er mikilvægt að fjárfestar kynni sér málin afar vel og taki ákvörðun um hvort kaupa skuli eða ekki byggða á faglegu mati. Óskhyggja er afar slæmur rökstuðningur fyrir fjárfestingu og ef hún reynist vel er það heppni, ekki færni. Eftir hækkanir ársins er Bitcoin nú á allra vörum og verður það væntanlega árið 2018. Það verður spennandi að sjá hvort sveiflur minnki, notkun í viðskiptum aukist (án gríðarlegs álags) og aðrar rafmyntir veki álíka athygli. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar