Vill breytingar í þágu allra fjölmiðla Jón Hákon Halldórsson skrifar 28. desember 2017 06:00 Rekstur Ríkisútvarpsins er fjármagnaður með opinberum fjárframlögum. Formaður efnahags- og viðskiptanefndar segir ekki pólitískan vilja til að breyta því. Þess vegna verði gripið til annarra ráðstafana. vísir/anton brink „Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni. Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira
„Það liggur alveg fyrir og stendur í stjórnarsáttmálanum að við ætlum að skoða starfsumhverfi íslenskra fjölmiðla til að styrkja það. Eitt af því sem hefur verið nefnt er skattalegt umhverfi og ég hef í hyggju að koma með tillögur sem miða að þessu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, skrifaði grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann leggur til að virðisaukaskattur á áskriftum prent-, ljósvaka- og netmiðla verði afnuminn. Slíkar breytingar geti orðið mikilvægt skref til að styrkja rekstur sjálfstæðra fjölmiðla og væri um leið yfirlýsing um nauðsyn þess að leiðrétta samkeppnisstöðuna. Lilja AlfreðsdóttirEðli málsins samkvæmt myndi slík aðgerð gagnast betur þeim fjölmiðlum sem byggja rekstur sinn á áskriftartekjum í bland við auglýsingatekjur en þeim sem byggja reksturinn einvörðungu á auglýsingatekjum. „Vandinn er sá að þú ert alltaf með fílinn í herberginu og fíllinn heitir Ríkisútvarpið,“ segir Óli Björn við Fréttablaðið. Ríkisútvarpið taki stóran hluta af því ráðstöfunarfé sem fólk ver í fjölmiðla með lögþvinguðum hætti og hann sjái enga möguleika á að því verði hætt í fyrirsjáanlegri framtíð. „Ég held að það sé ekki pólitískur vilji til þess. Þá kemur að því að þú getur að minnsta kosti komið til móts við sjálfstæða fjölmiðla er varðar virðisaukaskattinn.“ Óli Björn segir þingið líka standa frammi fyrir því hvort hægt sé að ganga enn lengra í að jafna stöðuna með því að þrengja að stöðu RÚV í því að keppa við einkarekna fjölmiðla á auglýsingamarkaði. Jafnframt þurfi að setja þrengri skorður við kostun. „Ég held að velflestir ríkisreknir fjölmiðlar í nágrannalöndunum séu ekki á auglýsingamarkaði.“ Lilja segir að nálgast verði málið heildstætt. „Það verður tekið tillit til allra þeirra fjölmiðla sem eru starfandi og til þess hvernig samkeppni þeir eru í, við erlenda aðila og annað.“ Lilja fagnar því að formaður efnahags- og viðskiptanefndar vilji styrkja rekstrarumhverfi fjölmiðla. „Ég er líka að nálgast þetta út frá því að setja íslenskuna í öndvegi. Því öflugri fjölmiðla sem við erum með, því meiri líkur eru á því að við náum að styrkja umhverfi íslenskunnar,“ segir hún. Lilja segist geta hugsað sér að leggja fram þingsályktunartillögu um íslenskuna. Hafa svo fimm liði undir því, það eru fjölmiðlar, kvikmyndir, bókmenntir, tónlist og máltækni.
Fjölmiðlar Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Erlent Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Erlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Fleiri fréttir Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sjá meira