Astmasjúkir vilja að blási vel um áramót Baldur Guðmundsson skrifar 29. desember 2017 06:00 Svifryksmengun á fyrstu tímum þessa árs fór 29 falt yfir heilsuverndarmörk. vísir/ernir „Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira
„Það er erfitt að anda, það er besta lýsingin. Maður finnur fyrir þyngslum og vanlíðan,“ segir Fríða Rún Þórðardóttir, hlaupakona og formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, um óþægindin sem mengun af völdum flugelda getur valdið þeim sem glíma við astma eða aðra öndunarfærasjúkdóma. Íslendingar munu á sunnudag skjóta upp flugeldum, líkt og hefð er fyrir. Í fyrra voru fyrir áramótin flutt inn ríflega 660 tonn af flugeldum en tonnin verða sennilega ekki færri í ár. Þorri flugeldanna er sprengdur upp á fáeinum klukkustundum þegar áramótin ganga í garð. Á fyrstu klukkutímum ársins 2017 mældist svifryksmengun á Grensásvegi 29-falt yfir heilsuverndarmörkum. Mengunin var rúm 1.450 míkrógrömm á rúmmetra en heilsuverndarmörk eru 50 míkrógrömm.Fríða Rún Þórðardóttir, formaður Astma- og ofnæmisfélags Íslands, segir að astmasjúklingar haldi sig innandyra.vísir/daníelÚtlit er fyrir að austangola verði á höfuðborgarsvæðinu um áramótin, að sögn Teits Arasonar veðurfræðings. Hann segir að líklega verði vindur um fjórir til fimm metrar á sekúndu og útlitið sé því betra en um síðustu áramót, þegar var dúnalogn. Hann segir að nýársdagur verði kaldur og vindur hægur. Ágætis veður til brennuhalda og flugeldaskota. „Þetta getur eiginlega ekki verið betra,“ segir hann. Annars staðar á landinu verður vindur ef til vill meiri en að sögn Teits er hvergi útlit fyrir meira en 10 metra á sekúndu. Útlit sé fyrir úrkomulaust veður að mestu leyti þó kastað geti éljum norðan- og austanlands. „En ekkert sem truflar áramótagleðina.“ Fríða Rún segir að mengunin komi illa við þá sem viðkvæmir eru. Þannig segist hún ekki geta tekið þátt í gamlárshlaupi ÍR. „Manni finnst maður ekki fá nóg súrefni, jafnvel þó maður sé, sem íþróttamaður, með góð lungu.“ Fríða Rún veltir fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að skjóta öllum flugeldunum upp í einu og nefnir að þeir verði hvort eð er hálf ósýnilegir í mesta reyknum. „Við viljum helst hafa rok,“ segir hún um viðhorf meðlima Astma- og ofnæmisfélagsins til flugeldaskothríðarinnar. Hún ber að þeir kvarti lítið til félagsins vegna mengunar en telur að flestir haldi sig inni á meðan hún er sem mest. „Fólk fylgist með mengunartölum,“ segir hún og bætir við að mengun á nýársdag geti verið mikil. Þorsteinn Jóhannsson, sérfræðingur í loftgæðum, sagði við RÚV í vikunni að pappírsgrímur væru gagnslausar til að verjast mengun af völdum flugelda. Skárra væri að nota rykgrímur eins og fást í byggingavöruverslunum. Stofnunin mæli þó frekar með að fólk haldi sig inni. Mengunin sé sýnileg og fólk geti því vel fylgst með framvindu mála.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Umhverfismál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Innlent Fleiri fréttir Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Sjá meira