Hvöttu Clinton til að hætta í stjórnmálum og byrja að prjóna: „Skilgreiningin á kynjamisrétti“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. desember 2017 21:11 Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir/afp Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira
Tímaritið Vanity Fair hefur verið gagnrýnt harðlega fyrir myndband sem birt var á samfélagsmiðlum tímartisins. Í myndbandinu var Hillary Clinton, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, hvött til að segja skilið við stjórnmál og taka upp nýtt áhugamál, til dæmis prjónaskap. Í myndbandinu er því m.a. beint til Clinton að hætta að kenna öðrum um tap sitt í bandarísku forsetakosningunum í fyrra. Þá var jafnframt mælst til þess að hún hætti þátttöku í stjórnmálum og byrji í staðinn að prjóna, sinna sjálfboðastarfi eða æfa uppistand á nýju ári.Maybe it's time for Hillary Clinton to take up a new hobby in 2018 pic.twitter.com/sbE78rA5At— VANITY FAIR (@VanityFair) December 23, 2017 Fjölmargir tengdir Clinton, þar á meðal aðstoðarmenn hennar, auk þekktra einstaklinga svöruðu Vanity Fair fullum hálsi eftir að myndbandið var birt. Adam Parkhomenko, fyrrverandi ráðgjafi Clinton, hvatti fólk til að segja upp áskrift að tímaritinu og birti mynd af eintaki af Vanity Fair í ljósum logum á Twitter-reikningi sínum.For those that, once again had Hillary's back, this time re: @VanityFair hit 1/ pic.twitter.com/Jl4XhBt7gz— Adam Parkhomenko (@AdamParkhomenko) December 27, 2017 Bandaríska leikkonan Patricia Arquette var hvöss í málflutningi sínum. „Hættið að segja konum hvað í fjandanum þær mega og mega ekki gera,“ ritaði Arquette í færslu á Twitter.Hey STOP TELLING WOMEN WHAT THE F-CK THEY SHOULD DO OR CAN DO. Get over your mommy issues.— Patricia Arquette (@PattyArquette) December 27, 2017 Á Twitter-reikningi vefsíðunnar Dictionary.com voru skilaboð myndbandsins, þ.e. að segja menntuðum lögfræðingi á borð við Clinton að byrja að prjóna, sögð „skilgreininguna á kynjamisrétti“. Þá hafa aðrir Twitter-notendur stórlega efast um að sama yrði upp á teningnum ef um karlmann væri að ræða.The word for telling a woman with a law degree from Yale to take up knitting is ... https://t.co/Lguqic3f9o#VanityFair #HillaryClinton https://t.co/kOf2qP4xDy— Dictionary.com (@Dictionarycom) December 27, 2017 Did Vanity Fair suggest that Mitt Romney, John McCain, John Kerry or Al Gore take up new hobbies? Hillary Clinton is a Wellesley and Yale Law grad, U.S. Senator, Secretary of State, and the only female presidential candidate win the popular vote by 3 million. Apologize #Misogyny https://t.co/ripJWFlSMY— Nancy Levine (@nancylevine) December 27, 2017 Donald Trump, Bandaríkjaforseti og harður andstæðingur Clinton, var einn þeirra sem blandaði sér í málið. Hann birti nokkuð sérkennilegt tíst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann gagnrýndi Vanity Fair fyrir að leggjast svo lágt að biðjast afsökunar á myndbandinu um hina „svikulu Hillary“, eða „Crooked Hillary“ eins og forsetinn kallar fyrrverandi mótframbjóðanda sinn iðulega.Vanity Fair, which looks like it is on its last legs, is bending over backwards in apologizing for the minor hit they took at Crooked H. Anna Wintour, who was all set to be Amb to Court of St James's & a big fundraiser for CH, is beside herself in grief & begging for forgiveness!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 28, 2017 Þá blandaði Trump Önnu Wintour, ritstjóra Vogue, inn í málið. Ekki er ljóst hvað forsetanum gekk til með því. Talskona Vanity Fair, Beth Kseniak, sagði tímaritið hafa ætlað að slá á létta strengi með útgáfu myndbandsins. Hún sagði enn fremur að aðstandendur myndbandsins harmi að skilaboðin hafi misst marks.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Fleiri fréttir Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Sjá meira