Ólína og Kristinn segja Agnesi biskup lagða í einelti Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2017 13:09 Bæði Kristinn og Ólína telja einsýnt að Agnes sæti einelti og þá af því að hún er kona. Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni. Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Tveir fyrrverandi Alþingismenn, þau Kristinn H. Gunnarsson og Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, hafa stigið fram og halda því nú fram að Agnes M. Sigurðardóttir, biskup yfir Íslandi, megi sæta einelti og þá að undirlagi fjölmiðla. En, öll þrjú eru þau að vestan. Launakjör biskups hafa verið til umfjöllunar í kjölfar þess að Kjaradómur endurskoðaði laun hans og mat það sem svo að rétt væri að biskup yrði hækkaður um 25 prósent í launum, ætti nú að fá tæpar 1,6 milljónir í laun á mánuði. Úrskurðurinn er afturvirkur sem þýðir að Agnes biskup fær að auki eingreiðslu sem nemur 3,3 milljónum króna.Þrálátt og yfirgengilegt einelti gegn konuKristinn H. Gunnarsson vill setja sérstakan merkimiða á fjölmiðlamenn, sérstaklega þá á Fréttablaðinu: „#youtoo“. „Sem dögum saman hafa lagt biskup Íslands – konu – í þrálátt og yfirgengilegt einelti.“ Þetta segir Kristinn á Facebooksíðu sinni. Ólína Kjerúlf Þorvaldsdóttir setur þá athugasemd við pistil Séra Gunnlaugs Stefánssonar sem birtist á Vísi í dag og ber yfirskriftina „Hræsnin um launin“. Séra Gunnlaugur beinir spjótum sínum einkum að forseta ASÍ en honum þykir skjóta skökku við að hann sé að býsnast yfir launum biskups. Ólína segir hræsni rétta orðið. „Einelti er líka nothæft orð yfir það hvernig látið er við biskupinn þessa dagana. Auðvitað er það engin goðgá þó að biskup Íslands hafi sæmilegan hásetahlut í laun fyrir sitt starf. Og fáránlegast af öllu er að hlusta á menn með sömu laun og hennar fárast yfir þessu,“ segir Ólína.Blysför að húsi Agnesar?Þá segir Ólína einnig að mikið sé úr því gert að Agnes búi í embættisbústað og greiði málamyndaleigu fyrir. „Embættisbústaða-fyrirkomulagið er auðvitað orðið úrelt og nær væri að fjalla um það í heild sinni heldur en að hundelta biskupinn, sem ræður litlu um það hvernig því er háttað. Læknar, skólameistarar, jafnvel kennarar á landsbyggðinni búa víða í ríkisbústöðum sem lítil leiga kemur fyrir og fólk á auk þess í sumum tilvikum rétt á að kaupa fyrir fjórðung verðs ef það hefur búið þar nógu lengi. Yfirlæknir úti á landi (karl) nýtti sér slík kjarakaup á 300 m2 einbýlishúsi fyrir fáum árum. Engin frétt var gerð um það,“ segir Ólína. Hún lýkur svo ádrepu sinni á eftirfarandi hátt: „Ætli það sé tilviljun að biskupinn sem verður fyrir þessum að hrópum núna er kona? Verður kannski blysför að heimili hennar það næsta sem við fréttum? Mér finnst nóg komið af þessari hræsni og tek undir hvert orð í pistli Gunnlaugs Stefánssonar.“Uppfært 2. janúar 2018, klukkan 07:00 Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir hefur sent Vísi ábendingu meðal annars þess efnis að það sé orðum aukið að hún megi heita að vestan: „Ég er fædd og uppalin í Reykjavík og hef búið þar lengst af minni ævi, er þar búsett núna til dæmis þó ég hafi um árabil búið á Ísafirði og verið þingaður NV-kjördæmis um tíma. Það er önnur saga. Mín skoðun á þessu máli helgast mun frekar af metoo-bylgjunni og þeirri staðreynd að konur fá önnur efnistök en karlar þegar verið er að gagnrýna eitthvað sem tengist þeim. Launamál biskups eru ekki á biskupsins ábyrgð.“ Við þökkum Ólínu ábendinguna og biðjum hana, sem og lesendur, afsökunar á ónákvæmninni.
Kjararáð Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent