Hátt í helmingur les smáskilaboð undir stýri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 29. desember 2017 19:15 Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús. Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Hátt í helmingur ökumanna les skilaboð í símanum á meðan á akstri stendur samkvæmt nýrri könnun Samgöngustofu. Þá hefur það færst í aukana að ungmenni noti símann undir stýri. Þetta er mikið áhyggjuefni segir Einar Magnús Magnússon, sérfræðingur hjá stofnuninni.Það að slá inn símanúmer á meðan verið er að keyra tólf faldar líkurnar á að það verði umferðarslys - samkvæmt nýlegri bandarískri rannsókn. Þá eru 25 prósent allra umferðarslysa í Bandaríkjunum rakin til þess að ökumaður var að lesa eða skrifa skilaboð á símann. Hér á landi liggur ekki fyrir bein tölfræði um slys af völdum farsímanotkunar enda oft mjög erfitt að sanna slíkt. Hins vegar er það alveg vitað mál að farsímanotkun undir stýri veldur fjölda slysa. Niðurstöður nýrrar könnunar Samgöngustofu, sem Maskína framkvæmdi, sýna að farsímanotkun er nokkuð algeng við akstur. 45 prósent ökumanna sögðust lesa skilaboð í símanum við akstur og 33 prósent skrifa skilaboð. Þá kemur einnig fram að farsímanotkun undir stýri sé sá þáttur sem veldur mestri truflun í umferðinni að mati ökumannanna sjálfra. 99 prósent svarenda telja að það sé hættulegt eða stórhættulegt að nota farsíma á meðan á akstri stendur. „Þrátt fyrir þetta þá eru 33 prósent sem viðhafa það að skrifa skilaboð í farsíma á meðan á akstri stendur þrátt fyrir það að þeir standi í þeirri meiningu að þetta sé hættulegt,“ segir Einar. Einar getur ekki útskýrt hver ástæða þess sé. „Ég veit ekki hvort ég eigi að þora að segja að þetta sé eitthvað í mannlegu eðli. Álit um að við sleppum alltaf. Það kemur ekkert fyrir mig.“ Einar Magnús segir að símanotkun undir stýri hafi færst í aukana. „Sérstaklega hjá ungu fólki og þá eru það fyrst og fremst samskipti mörg önnur en það að tala í símann og af því höfum við miklar áhyggjur,“ segir Einar og tekur dæmi um að verið sé að senda skilaboð á samskiptaforritinu Snapchat undir stýri. Samgöngustofa er nú að fara af stað með átakið „Gerum ekki neitt“ til að reyna stemma stigu við þróuninni. „Við erum að hvetja landsmenn til að gefa sér það heit núna um áramótin að gera einfaldlega ekki neitt þegar síminn kallar á það á meðan á akstri stendur,“ segir Einar Magnús.
Samgöngur Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Fleiri fréttir Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent