Íslenskur sjávarútvegur sýni sérstakt fordæmi í umhverfismálum Daníel Freyr Birkisson skrifar 12. desember 2017 11:22 Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. visir/stefán „Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan. Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Ég myndi halda að aðrar atvinnugreinar, bæði hér á landi og úti í heimi, geti litið til Íslands sem sérstaks fordæmis,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), í viðtali Í bítinu í morgun. Eldsneytisnotkun í sjávarútvegi hefur dregist saman um tæplega 43 prósent frá árinu 1990 og til 2016 en í dag gaf SFS út skýrslu um olíunotkun í sjávarútvegi. Skýrslan, sem gefin er út tveimur árum frá undirritun Parísarsamkomulagsins, sýnir fram á að minnkun olíunotkunar megi rekja til sterkra fiskistofna, framfara í veiðum og betra skipulags. Eldsneytisnotkun hafi dregist saman um 134 þúsund tonn frá 1990-2016. Hægt sé hins vegar að gera betur er búist við því að samdrátturinn geti numið allt að 54 prósentum árið 2030 verði haldið rétt á spilunum. Til að byrja með þurfi endurnýjun skipaflotans að halda áfram, en fjárfestingarþörf nýrra skipa er sögð vera í kringum 180 milljarðar. Heiðrún Lind segir stjórnvöld þurfa að veita greininni aðhald og sjá henni veg til fjárfestingar. Þáttastjórnendur Í bítið spurðu því hvort það yrði nokkuð gert án kvótakerfisins eins og það er í núverandi mynd. „Ég held að kvótakerfið hafi staðið fyrir sínu. En svo eru auðvitað misjafnar skoðanir á því hvernig gjaldtakan á að vera, en óhófleg gjaldtaka mun draga úr fjárfestingu og þar af leiðandi hægja á okkur í þessari vegferð sem við erum í – að reyna að gera sjávarútveginn umhverfisvænni.“Skýrslu SFS má lesa í heild hér.Hlusta má á viðtalið í heild hér að neðan.
Loftslagsmál Sjávarútvegur Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira