Helga Vala verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 12. desember 2017 19:30 Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012. Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira
Tveir dagar eru í að Alþingi komi saman og að nýtt fjárlagafrumvarp verði kynnt en í því er meðal annars gert ráð fyrir að skattaívilnun vegna rafbíla sem falla átti niður um áramótin verði framlengd. Tveir af þremur stjórnarandstöðuflokkum hafa skipað formenn í þær nefndir sem þeim var úthlutað. Eins og fram kom í fréttum í gær hafa stjórnarandstöðuflokkarnir á alþingi samþykkt að taka að sér formennsku í þremur fastanefndum þingsins. Píratar tilkynntu í gær að Halldóra Mogensen tæki sæti sem formaður Velferðarnefndar til tveggja ára en þá mun Samfylkingin taka við formennsku í nefndinni og afhenta Pírötum formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á móti. Samfylkingin tilnefndi í dag að Helgu Völu Helgadóttur, sem formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar til tveggja ára, en formlega verður kosið um tilnefninguna á morgun. „Ég er mjög spennt að hefja hér störf af alvöru. Maður er búinn að vera svolítið í grúski síðan kosningarnar voru,“ sagði Helga Vala í dag. Ekki liggur fyrir hver tekur við formennsku í Velferðarnefnd þegar Samfylking tekur við nefndinni af Pírötum en líkt og þeir reyndi formaður Samfylkingarinnar að fá stjórnarflokkanna til þess að veita stjórnarandstöðuflokkunum formennsku í allsherjar- og menntamálanefnd. „Það stendur nú í þeirra stjórnarsáttmála að það eigi að vera víðtækara samráð og samvinna milli stjórnar og stjórnarandstöðu. En það var ekki tekið þannig í það að það væri hægt að fara í það,“ segir Helga Vala. Miðflokkurinn mun fara með formennsku í umhverfis- og samgöngunefnd og til stóð að þingflokkurinn kæmi saman í dag þar sem formaður nefndarinnar yrði tilnefndur. Fundinum var frestað nú síðdegis og hefur verið boðið til nýs fundar á morgun klukkan hálf fjögur. Aðeins tveir dagar eru þar til Alþingi kemur saman og þá hefjast umræður um fjárlagafrumvarpið. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og starfsfólk ráðuneytisins vinna hörðum höndum að því að koma fjárlögunum saman fyrir fimmtudag, en þá verða þau kynnt. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra hefur látið hafa eftir sér að verulegar breytingar séu á fjárlögum nú miðað við fyrra frumvarp en samhliða því verður fjármálastefna til lengri tíma lögð fram þar sem einnig kveður við nýjan tón. Fjárlagafrumvarp síðustu ríkisstjórnar var lagt fram með 44 milljarða króna afgangi og búist er við að afkomuhorfur verði betri í fjárlagafrumvarpinu sem kynnt verður á fimmtudag. „Það er vissulega ákveðin tilhlökkun að sjá það. Hvort að maður sjái skýr merki þess að Vinstri græn séu í ríkisstjórn,“ segir Helga Vala. Fréttastofan fékk það staðfest í dag að ívilnun sem fylgt hefur rafbílum á undanförnum árum, og áttu að falla niður um áramót, verði framlengd til þriggja ára líkt Benedikt Jóhannesson, þáverandi fjármálaráðherra lagði upp með í sínu fjárlagafrumvarpi í haust. Áður hefur þessi ívilnun aðeins verið framlengd í eitt ár í senn. Ísland var annað landið í heiminum til að stíga þetta skref árið 2012.
Alþingi Mest lesið Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Sjá meira