Ísland enginn griðastaður fyrir konur Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. desember 2017 06:29 Kynferðisleg áreitni virðist vera fylgifiskur næturlífsins á Íslandi. Vísir/KTD Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan. Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira
Alþjóðlega fréttaveitan AP beinir sjónum sínum að baráttu Íslendinga gegn kynbundnu ofbeldi í myndbandi sem veitan birti í gær. Í myndbandinu er litið til þess að Íslendingum sé reglulega hampað sem kyndilberum jafnréttis í heiminum. Hér sé meðal annars að finna kvenkyns forsætisráðherra og jafnréttislöggjöf sem á sér fáa líka í heiminum. Engu að síður er tilkynnt um fleiri nauðganir í Reykjavík, miðað við höfðatölu, en í mörgum öðrum stórborgum Evrópu. Þannig hafi þriðjungur íslenskra kvenna á aldrinum 18 til 80 ára orðið fyrir ofbeldi af hendi karlmanns. Í myndbandinu er litið við í kennslustund kynjafræði í Borgarholtsskóla þar sem rætt er við nemendur og kennarann Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur. Þá er Gyða Margrét Pétursdóttir, prófessor í kynjafræði, jafnframt tekin tali. Hún segir að þvert á orðsporið sé Ísland enginn griðastaður fyrir konur. Að sama skapi er fjallað um tilraunir skemmtistaða til þess að sporna við áreitninni sem virðist vera fylgifiskur næturlífsins í miðborg Reykjavíkur. Helga Lind Mar, einn af forsprökkum Druslugöngunnar, segir að markmiðið sé ekki aðeins að minna fólk á að áreita ekki aðra heldur einnig að hvetja fólk til að greina frá áreitninni sem það verður fyrir. Myndband fréttaveitunnar má sjá hér að neðan.
Jafnréttismál Næturlíf Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun Sjá meira