Söguskoðun Sigmundar merkileg Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 14. desember 2017 20:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/VilhelmHanna Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“ Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að það sem einkennir ríkisfjármálin um þessar mundir sé mjög góð afkoma þegar horft er til frumgjalda og frumtekna. Hann segir yfirvöld ekki reka fyrirtæki heldur hlúa að samfélagi. Þetta var meðal þess sem Bjarni sagði í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í kvöld. Meðal annars sagði hann söguskoðun Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, merkilega. Sagðist hann vera að heyra í fyrsta skipti nokkrar af ástæðunum sem Sigmundur gæfi fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins sprakk og gengið var til kosninga í október í fyrra. Hann sagði jafnframt að í nýja ríkisstjórnarsamstarfinu hafi verið lögð áhersla á verkefni sem flokkarnir þrír gætu sameinast um. „Þar kemur einnig fram skýr stefna um að þessi ríkisstjórn vilji treysta til framtíðar samfélagslegan stöðugleika, velsæld og lífsgæði. Markmið okkar er að gefa öllum hlut í yfirstandandi hagvaxtarskeiði - að allir njóti þess efnahagslega árangurs sem hér hefur náðst og er framundan,“ sagði Bjarni. „Það er inntak fjárlagafrumvarps fyrir árið 2018, sem lagt var fram í dag og ég ætla svo sem ekki að fara að tíunda efni þess hér nú, enda fyrsta umræða um það mál á dagskrá þingsins strax á morgun.“ Hann segist þó vilja nefna að í frumvarpinu birtist með skýrum hætti áherslur um styrkingu heilbrigðisþjónustu, menntamála og samgangna.Allir vilji skila góðu verki Hann segir að í stóra samhenginu séu allir stjórnmálamenn í stjórnmálum vegna þess að þeir vilji láta gott af sér leiða. „Við viljum öll skila góðu verki. Til þess að svo megi verða þarf að vera vilji til að leita lausna. Finna leiðir fram á við svo allir geti bætt hag sinn sem mest,” sagði Bjarni. „Ætli það megi ekki segja um flesta, ef ekki alla, þingmenn sem starfað hafa hér á Alþingi að okkur finnst jafnan að breytingar sem við viljum beita okkur fyrir gerist of hægt. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir það líklega ekki mestu, heldur hitt hvort okkur miðar sem samfélagi fram veginn. Að það geti verið hollt að sætta sig við að sígandi lukka sé best.” Hann sagði að þegar horft er til baka megi finna endalausar ræður frá síðustu tíu árum þar sem því er haldið fram fullum fetum að allt sé vitlaust gert og að samfélaginu miði ekki áfram. „En þrátt fyrir allar ræðurnar er staðan samt sem áður sú að við lifum lengsta hagvaxtarskeið seinni tíma, það er betra jafnvægi í efnahagsmálum en átt hefur við í áratugi, verðbólga er lítil, atvinnuleysi sömuleiðis og kaupmáttur heimilanna hefur aldrei verið meiri. Okkur er að takast að styrkja innviðina og við höldum því áfram af krafti í fjárlagafrumvarpi dagsins.”Á réttri leið Hann sagði jafnframt að sterkur nýsköpunarkraftur sé í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og að yfirvöld eigi að líta á fjórðu iðnbyltinguna sem tækifæri. Þá sagði hann að það sem einkenni ríkisfjármálin um þessar mundir hér á landi sé mjög góð afkoma þegar litið er ti frumgjalda og frumtekna. „En á móti kemur þung vaxtabyrði sem dregur úr getu okkar til að skila tekjum til uppbyggingar samfélagsins. En við erum á réttri leið. Skuldahlutföll hafa lækkað ört og sá efnahagslegi árangur sem náðst hefur undanfarin ár er farinn að skila sér í mun betri lánakjörum,“ sagði hann. „Í vikunni var erlend skuldabréfaútgáfa endurfjármögnuð með nýrri útgáfu í evrum. Kjörin sem buðust okkur nú voru þau hagstæðustu sem ríkissjóður hefur séð í sögunni - tíu sinnum betri en við skuldabréfaútgáfu ríkisins fyrir einungis fimm árum.“Ekki að reka fyrirtæki Þá sagði Bjarni að stundum sé sagt að ekkert fyrirtæki myndi gera hlutina eins og ríkið og að ríkið mætti læra margt af vel reknum fyrirtækjum. Hann vilji þó velta upp spurningunni um hvers vegna ákvarðanir stjórnmálamanna um verkefni og ráðstöfun fjármuna ríkissjóðs væru sérstakar. „Svarið er það, að við erum einfaldlega ekki að reka fyrirtæki. Við erum að hlúa að samfélagi. Samfélagi fólks sem á margt sameiginlegt en hefur mismunandi þarfir, óskir og væntingar. Það er okkar hlutverk að mæta þeim væntingum sem best við getum, - að gefa öllum jöfn tækifæri og aðgang að þeim gæðum sem samfélagið hefur að bjóða,“ sagði hann. „Velsæld og lífsgæði eru leiðarstef í ákvörðunum okkar og þeim tillögum sem við leggjum fyrir Alþingi. Í orðabók er velsæld samheiti hamingju, velferðar, farsældar og velgengni. Við óskum íslenskri þjóð alls þess og meira til.“
Alþingi Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Lýst eftir Kaspari Sólveigarsyni Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Sjá meira