Nethlutleysi afnumið gegn vilja fólksins Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. desember 2017 07:00 Afnáminu var mótmælt við höfuðstöðvar FCC. Nordicphotos/AFP Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira
Stjórn Fjarskiptastofnunnar Bandaríkjanna (FCC) ákvað í gær að afnema reglur um nethlutleysi. Reglurnar voru settar árið 2015 í forsetatíð Baracks Obama og fela í sér að netþjónustuaðilar verði að meðhöndla umferð um netið með sama hætti óháð uppruna og áfangastað. Hafa andstæðingar afnámsins haldið því fram að jafn og hlutlaus aðgangur að netinu teljist til mannréttinda. Með afnámi opnist sá möguleiki að netþjónustufyrirtæki geti hægt á tengingum við ákveðið efni og selt hraðari aðgang á okurverði. Jafnframt geri afnámið téðum fyrirtækjum kleift að rukka vefsíður fyrir að hægja ekki á tengingu neytenda við þær.Ajit Pai, stjórnarformaður FCC.Nordicphotos/afpStóru netþjónustufyrirtækin í Bandaríkjunum hafa þrýst á afnámið undanfarið. Sama er hins vegar ekki að segja um almenning en samkvæmt nýrri könnun Maryland-háskóla eru 83 prósent andvíg afnáminu. Sé litið til Repúblikana, en fulltrúar þeirra mynduðu þann meirihluta sem þurfti til að afnema reglurnar, eru 75 prósent andvíg afnáminu. Stjórnarmennirnir og Demókratarnir Jessica Rosenworcel og Mignon Clyborn greiddu atkvæði gegn afnáminu. Sagði Clyburn að með því væri verið að draga tennurnar úr fjarskiptastofnun. „Með þessu erum við að afhenda milljarðamæringum lyklana að internetinu, einni merkilegustu og mest valdeflandi uppfinningu okkar tíma.“ „Nethlutleysi er netfrelsi. Ég styð það frelsi. Ég er á móti þessari fljótfærnislegu ákvörðun,“ sagði Rosenworcel. Enn fremur sagði hún allt ferlið sem leiddi að fundi gærdagsins gjörspillt. Ajit Pai stjórnarformaður var á öðru máli og greiddi atkvæði með afnámstillögunni. „Helsta umkvörtunarefni neytenda þegar kemur að internetinu hefur aldrei verið að netþjónustufyrirtæki hindri eða hamli aðgangi að efni. Þeir hafa kvartað yfir því að þeir hafi alls engan aðgang að internetinu eða að samkeppni sé ekki nægilega mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Mest lesið Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Selenskí mun funda með Trump Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Sjá meira