Fjármálaráðherra: Sjálfstæðisflokkurinn vill umfram allt bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns Heimir Már Pétursson skrifar 15. desember 2017 20:00 Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Fjármálaráðherra segir stefnu Sjálfstæðisflokksins snúast um það eitt umfram annað og það sé að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns í landinu. Stjórnarandstaðan segir hins vegar erfitt að finna loforð um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu og hundrað milljarða innspýtingu í innviði samfélagsins. Alþingismenn þurfa að hafa hraðar hendur við afgreiðslu fjárlaga ef því á að ljúka fyrir áramót. En fyrsta umræða um fjárlagafrumvarpið hófst á Alþingi í morgun og er stefnt að því að ljúka þeirri umræðu í kvöld. „Þetta fjárlagafrumvarp er fjárlagafrumvarp fyrir land sem er í sókn. Við erum að sækja fram á grundvelli þessa fjárlagafrumvarps, við erum í sókn til bættra lífskjara fyrir alla landsmenn,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir fjárlagafrumvarpinu. Ágúst Ólafur Ágústsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd sagði frumvarpið langt frá loforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar um 100 milljarða aukningu til uppbyggingar innviða. Sjálfstæðisflokkurinn lofaði miklum samgöngubótum. Nú kemur í ljós að viðbótin hér er einungis brot af því. Þetta hefur vegamálastjóri staðfest í gær. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að styrkja heilbrigðiskerfið. En forstjóri Landsspítalans staðfesti einnig í gær að enn vantar talsvert upp á að hægt sé að halda bara sjó þar,“ sagði Ágúst Ólafur.Fjármálaráðherra spurði þingmanninn hvar milljarða tugirnir væru þingmaðurinn ætlaði að sækja? „Og hver átti að greiða þá? (frammíkall frá Loga Einarssyni: Það varst þú sem lofaðir). Það var aldrei ég sem talaði fyrir skattahækkunum þótt Samfylkingin hafi verið sönn (frammíkal frá Loga: Það varst þú sem lofaðir 100 milljörðum) þótt Samfylkingin hafi verið sönn hugsjónum sínum um að tala fyrir hærri sköttum á vinnandi fólk, hærri sköttum á atvinnustarfsemina og hærri sköttum alls staðar þar sem hægt er að (frammíkall frá Loga: Svaraðu) við að koma,“ sagði Bjarni. Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis sló þá í bjölluna og sagði: „Forseti biður þingmenn að gefa hæstvirtum ráðherra færi á að svara. Það er guðvelkomið að skrá formann Samfylkingarinnar á mælendaskrá. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins sagði ekki hægt að finna stefnu Sjálfstæðisflokksins um skattalækkanir í fjárlagafrumvarpinu. „Hæstvirtur fjármálaráðherra ríður hér á vaðið í nýrri ríkisstjórn undir forystu Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og kynnir skattahækkanir. Meðal annars fimmtíu prósent hækkun á kolefnisgjaldi og látið fylgja sögunni að það sé bara byrjunin. Við megum eiga von á enn frekari hækkun þar og raunar ætli menn sér að finna fleiri skatta,“ sagði Sigmundur Davíð. Fjármálaráðherra gaf ekki mikið fyrir þessar fullyrðingar. „Hér er því einfaldlega haldið fram að fjárlagafrumvarpið og áherslur ríkisstjórnarinnar endurspegli ekki stefnu míns flokks. Það er bara einhver upplifun háttvirts þingmanns sem hann verður að lifa með og ég verð að sætta mig við. En staðreyndin er bara sú þegar öllu er á botninn er hvolft að þá snýst stefna míns flokks og aðkoma okkar að ríkisstjórn um eitt umfram allt annað. Sem er að bæta lífskjör hins venjulega vinnandi manns hér í landinu og það er að takast vel,“ sagði Bjarni Benediktsson.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2018 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira