Bókabúðir auðga bæinn Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur þegar gengið á bak orða sinna. Þrátt fyrir fögur fyrirheit fyrir kosningar og síðan í stjórnarsáttmála liggur fyrir að samkvæmt fjárlögum verður virðisaukaskattur á bækur ekki afnuminn strax. Þess í stað er að finna í fjárlögum loðin fyrirheit um að skoðaðar verði frekari skattalækkanir, meðal annars á bækur, á fyrsta starfsári nýrrar ríkisstjórnar. Þetta eru mikil vonbrigði fyrir þá sem starfa við bókaútgáfu sem höfðu talið skattalækkunina í höfn við útgáfu stjórnarsáttmálans, og jafnvel gert rekstraráætlanir á þeim grundvelli. Það er illa gert gagnvart atvinnugrein sem á undir högg að sækja. Þetta er ekki sérlega beysin byrjun hjá nýjum menntamálaráðherra, en bókaútgefendur höfðu áður hrósað Lilju Alfreðsdóttur í hástert fyrir að berjast fyrir afnámi bókaskattsins. Kannski voru fyrirheit þar að lútandi hennar helsta skrautfjöður í kosningabaráttunni. Skjótt skipast veður í lofti. Rökin að baki meðgjafar með innlendri bókaútgáfu eru öllum kunn. Sumum þykir nauðsynlegt að vernda íslenska tungu sem á undir högg að sækja á tölvuöld. Önnur rök eru, að bókum á íslensku eigi að halda að fólki, einkum börnum og unglingum, af þeirri ömurlegu ástæðu að lestrarkunnátta íslenskra ungmenna hefur hrakað ár frá ári. Í þeim efnum erum við orðin eftirbátar margra þjóða sem við viljum bera okkur saman við. Bókaþjóðin virðist smátt og smátt vera að hætta að lesa. Ekki er sjálfgefið að hygla eigi bókaútgáfu umfram annað sem getur orðið til þess að varðveita íslenska tungu. Mætti ekki af sömu ástæðu aðstoða prentmiðla sem koma út á íslensku, eða sjónvarpsstöðvarnar sem framleiða efni á ástkæra ylhýra? Væri ekki sömuleiðis sjálfsagt að ríkið greiddi eða tæki þátt í kostnaði við textun og talsetningu sjónvarpsstöðva? Auðvitað á að skoða þetta allt í varnarbaráttunni. En óneitanlega eru það hrífandi rök, að ástæða sé til að halda lífi í bókaverslun, einfaldega vegna þess að hún auðgar bæjarlífið, nú þegar allt er að verða eins og túristabúðir sem fylla verslunarrými í bestu verslunarhverfum í borgum heimsins. Við höfum útlend fordæmi fyrr því að ýtt sé undir bókina, til dæmis í Frakklandi. Þar fær bókaverslun opinberan stuðning gagngert til að forða því, að bæjarlíf verði einsleitni að bráð. En óumdeilt er að ríkisstjórnin og menntamálaráðherra hafa valdið stórum hópum vonbrigðum með því að standa ekki við stóru orðin. Bókin á sér marga öfluga talsmenn og það gæti orðið nýrri ríkisstjórn, sem nýtur mikils meðbyrs, dýrkeypt að fá þá upp á móti sér. Fáir hafa meiri áhrif á umræðuna en skáld og rithöfundar, sem kunna að orða hugsun sína svo eftir sé tekið.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun