43 hafa látist í skógareldum í Kaliforníu á þessu ári: „Við munum drepa skrímslið“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 17. desember 2017 22:32 Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Vísir/Getty Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum. Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Slökkviliðsmenn í Kaliforníu heyja nú nær vonlausa baráttu við einn versta skógareld í sögu ríkisins. Alls hafa 43 látist það sem af er árinu í skógareldum í Kaliforníu. Skógareldurinn Tómas sem nú gengur yfir Kaliforníu er sá þriðji umfangsmesti í sögu ríkisins.Sjá einnig: Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sínTugir þúsunda manna hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Santa Barbara vegna eldsins. Verslunum, skólum og opinberum byggingum hefur verið lokað og eru hlutar borgarinnar mannlausar. Átta þúsund slökkviliðsmenn hafa barist við eldinn, einn hefur nú þegar látist í baráttu við eldana og hafa margir þeirra slasast. „Við erum staðráðin í að slökkva þennan eld. Fyrr í vikunni kallaði ég eldinn skepnu en þetta er í raun skrímsli. Við skiljum það öll og við munum drepa skrímslið. Ég efast það ekki með liðið mitt, mennina og konurnar á vettvangi,“ sagði Martin Johnson slökkviliðsstjóri í Santa Barbara á blaðamannafundi í dag. Slökkviliðsmenn á vettvangi í Kaliforníu. 8.000 slökkviliðsmenn berjast við eldana sem eru þeir þriðju umfangsmestu í sögu ríkisins.Vísir/GettyEigna- og umhverfistjón vegna Tómasar er gríðarlegt og hefur hann kostað að minnsta kosti tvö mannslíf. Alls hafa 43 látist í skógareldum í Kaliforníu það sem af er ári. Kjöraðstæður hafa verið fyrir skógarelda í Kaliforníu. Þurrt hefur verið í veðri og vindasamt. Við þessar aðstæður getur eldurinn breitt hratt úr sér og Tómas er engin undantekning. „Við urðum vör við breytingar á hegðun eldsins. Við höfðum vitneskju um breytingar á vindi. Eldurinn brenndi um það bil 5,5 kílómetra breytt svæði á hæð einni og eldurinn seildist niður eftir brekkunni 700 til 1500 metra. Um það bil 1600 hektarar brunnu við útjaðar Santa Barbara,“ sagði Mark Brown yfirmaður skóga- og brunavarnarstofnunar Kaliforníu á fundinum.
Skógareldar Tengdar fréttir Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43 Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59 Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Fleiri íbúum gert að yfirgefa heimili sín vegna þriðju stærstu skógarelda í sögu Kaliforníu Eldarnir í Ventura og Santa Barbara-sýslum í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. 16. desember 2017 23:43
Illa gengur að hefta skógareldana í Kaliforníu Um 200 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Suður Kaliforníu vegna þessara hamfara og hafa um átta hundruð byggingar orðið eldi að bráð. 10. desember 2017 23:59
Fangar á lúsarlaunum slökkva elda Fjölmargir fangar vinna nú að því að slökkva elda í Kaliforníu. 15. desember 2017 07:00