Framlög lækka þvert á stjórnarsáttmálann Sveinn Arnarsson skrifar 18. desember 2017 07:45 Áfangastaðaáætlun landshlutasamtaka er í uppnámi verði ekki brugðist við lækkandi fjárframlagi ríkis. VÍSIR/ERNIR Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu. Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Framlög ríkis til markaðsstofa landsbyggðanna lækka í fjárlögum Bjarna Benediktssonar um 11 milljónir króna. Í frumvarpi Benedikts Jóhannessonar var framlag til markaðsstofa landsbyggðanna 91 milljón en er 80 milljónir í nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Samt sem áður stendur í stjórnarsáttmála flokkanna þriggja að efla eigi markaðsstofurnar Markaðsstofur landshlutanna eru sex talsins og eru þær staðsettar á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og Suðurlandi. Hlutverk þeirra er að samræma markaðs- og kynningarmál í ferðaþjónustu og vinna þær með 780 fyrirtækjum og 65 sveitarfélögum. „Þetta horfir ekki vel við mér og ég vona að þetta verði lagað í meðförum þingsins. Það skiptir miklu máli að við fáum hækkun frá fyrra ári,“ segir Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands. „Við áttum von á að geta haldið áfram í verkefnum um áfangastaðaáætlun og að það yrði fjármagnað áfram. Við eygðum von um að tvö stöðugildi yrðu að fullu fjármögnuð af ríki en það næst ekki ef af þessu verður.“Ekki í samræmi við sáttmálann Markaðsstofurnar reiða sig að miklu leyti á sjálfsaflafé og styrki en einnig eru þær með þjónustusamninga við sveitarfélög. Að mati Arnheiðar er einnig eðlilegt að ríkið komi kröftuglega inn í þetta starf til að búa til stoðkerfi fyrir ferðaþjónustu á landsbyggð- inni. „Miðað við það sem stendur í stjórnarsáttmálanum þá er fjárlagafrumvarpið ekki í samræmi við þau orð,“ bætir Arnheiður við. Albertína Friðbjörg Elíasdóttir, nýr þingmaður Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi segir þetta slæmt fyrir það starf sem unnið er í ferðaþjónustu um allt land. „Það er skrýtið að fjármagnið minnki á milli fjárlagafrumvarpa Benedikts Jóhannessonar og Bjarna Benediktssonar þegar ákvæði um eflingu landshlutasamtakanna er komið inn í stjórnarsáttmála. Það er lítil efling í því að skerða fjármagnið til þeirra,“ segir AlbertínaÁrétting:Framlög til Markaðstofa landshlutanna verða 91 milljón krónur þegar upp er staðið samkvæmt ráðuneyti ferðamála. Þessu verður úr bætt og lagað fyrir aðra umræðu fjárlaga í þinginu.
Alþingi Ferðamennska á Íslandi Fjárlög Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira