Vara við uppköstum og niðurgangi um jólin Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. desember 2017 07:39 Það þarf að huga að gæludýrunum yfir hátíðarnar. Vísir/Getty Matvælastofnun varar við því að jólin geti endað í „niðurgangi og uppköstum sem hvorki er eiganda né dýri til ánægju,“ ef slysast er til að gefa gæludýrum af hátíðarmatnum. Oftast sé ekki um annað að ræða en misskilda góðmennsku þó að mörg dýr, ekki síst hundar, séu viðkvæm fyrir breytingum í matarræði.Í pistli á vef stofunarinnar er farið yfir nokkra hluti sem sérstaklega ber að varast í þessum efnum um hátíðarnar. Súkkulaði inniheldur til að mynda efni theobromíð sem er eitrað hundum og hefur slæm áhrif á ketti. Mest er af theobrómíð í dökku súkkulaði. Theobrómíð hefur áhrif á hjarta, taugakerfi og nýru sem getur valdið alvarlegri eitrun, jafnvel dauða. Áhrifin byrja oft 4-24 klst eftir inntöku og geta verið uppköst, niðurgangur, óróleiki, ofvirkni, skjálfti, óstöðugleiki og krampi. Ekkert mótefni er til. Því þarf að fara með dýrið til dýralæknis sem fyrst. „Ef um 30 kg hund er að ræða gæti verið um lífshættulega eitrun ef hann étur yfir 1 kg af mjólkursúkkulaði, ½ kg af dökku súkkulaði og 170 g af suðusúkkulaði. Eituráhrif myndu koma fram við lægri skamt td líklegt að uppköst og niðurgangur sæist við inntöku af 200 g af mjólkursúkkulaði, möguleg áhrif á hjartað við 500 g og trúlega skjálftar og krampar við 750 g,“ segir í pistli Matvælastofnunar. Stofnunin varar jafnframt við því að gefa gæludýrum lauk, hvítlauk, graslauk, rúsínur, ber, avocado, bein, heslihnetur, gerdeig og gervisætuefnið Xylitol. Allar þessar vörur geta haft slæm áhrif á dýrin, hver með sínum hætti, eins og fræðast má um í pistlinum. Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira
Matvælastofnun varar við því að jólin geti endað í „niðurgangi og uppköstum sem hvorki er eiganda né dýri til ánægju,“ ef slysast er til að gefa gæludýrum af hátíðarmatnum. Oftast sé ekki um annað að ræða en misskilda góðmennsku þó að mörg dýr, ekki síst hundar, séu viðkvæm fyrir breytingum í matarræði.Í pistli á vef stofunarinnar er farið yfir nokkra hluti sem sérstaklega ber að varast í þessum efnum um hátíðarnar. Súkkulaði inniheldur til að mynda efni theobromíð sem er eitrað hundum og hefur slæm áhrif á ketti. Mest er af theobrómíð í dökku súkkulaði. Theobrómíð hefur áhrif á hjarta, taugakerfi og nýru sem getur valdið alvarlegri eitrun, jafnvel dauða. Áhrifin byrja oft 4-24 klst eftir inntöku og geta verið uppköst, niðurgangur, óróleiki, ofvirkni, skjálfti, óstöðugleiki og krampi. Ekkert mótefni er til. Því þarf að fara með dýrið til dýralæknis sem fyrst. „Ef um 30 kg hund er að ræða gæti verið um lífshættulega eitrun ef hann étur yfir 1 kg af mjólkursúkkulaði, ½ kg af dökku súkkulaði og 170 g af suðusúkkulaði. Eituráhrif myndu koma fram við lægri skamt td líklegt að uppköst og niðurgangur sæist við inntöku af 200 g af mjólkursúkkulaði, möguleg áhrif á hjartað við 500 g og trúlega skjálftar og krampar við 750 g,“ segir í pistli Matvælastofnunar. Stofnunin varar jafnframt við því að gefa gæludýrum lauk, hvítlauk, graslauk, rúsínur, ber, avocado, bein, heslihnetur, gerdeig og gervisætuefnið Xylitol. Allar þessar vörur geta haft slæm áhrif á dýrin, hver með sínum hætti, eins og fræðast má um í pistlinum.
Dýr Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Erlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Sjá meira