Önnur umræða um fjárlög hefst líklega á föstudag Heimir Már Pétursson skrifar 19. desember 2017 11:57 Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Vísir/Ernir Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Alþingi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira
Þingflokksformaður Vinstri grænna reiknar með að fjárlaganefnd ljúki fyrstu yfirferð sinni á fjárlagafrumvarpinu á morgun. Reikna megi með að einhverjar breytingar verði gerðar á frumvarpinu en ekki liggi fyrir hvort samstaða náist um breytingar með stjórnarandstöðunni. Stefnt er að því að hlé verði gert á þingstörfum seint á föstudag. Fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar lauk á föstudagskvöld en síðan þá hefur fjárlaganefnd Alþingis farið yfir frumvarpið og kallað til sín gesti. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir þingflokksformaður Vinstri grænna og fulltrúi flokksins í fjárlaganefnd segir störf nefndarinnar hafa gengið vel. „Við erum að taka til okkar gesti náttúrlega frá morgni til kvölds. Vorum að til að ganga níu í gærkvöldi. Starfið gengur bara ágætlega og ég held að við getum vonandi reiknað með því að taka málið út (úr nefnd) annað kvöld ef fram heldur sem horfir,“ segir Bjarkey. Bjarkey segir þó hæpið að önnur umræða geti hafist strax á fimmtudag. Bæði stjórn og stjórnarandstaða þurfi tíma til að skrifa nefndarálit eftir að yfirferð nefndarinnar lýkur. „Þannig að ég ætla ekkert að fullyrða um það. Enda er það bara í samkomulagi við þingflokksformenn hvernig þeirri umræðu verður háttað.“Er reiknað með að þing starfi á laugardag? „Það verður tekin ákvörðun um það á morgun á fundi með forseta. Þannig að það liggur ekki fyrir niðurstaða í því enn þá. Ég hugsa að það sé kannski vilji fólks almennt ef nokkur möguleiki er til að reyna nú að klára á föstudeginum. Hafa Þorláksmessu lausa. En það liggur ekki fyrir,“ segir Bjarkey.Tvennar sérstakar umræður á Alþingi í dag Nokkur önnur mikilvæg mál liggja fyrir Alþingi fyrir utan fjárlagafrumvarpið og frumvörp sem tengjast því. Í dag hefst þingfundur á óundirbúnum fyrirspurnum þar sem leiðtogar stjórnarflokkanna verða allir til svara ásamt fleiri ráðherrum. Þá verða sérstakar umræður um ný vinnubrögð á Alþingi að beiðni Björns Leví Gunnarssonar þingmanns Pírata og önnur um meetoo átakið að frumkvæði Albertínu Friðbjargar Elíasdóttur þingmanns Samfylkingarinnar. Samstaða er um að gera frumvarp um notendastýrða persónulega aðstoð að lögum ásamt nokkrum öðrum málum sem flest þurfa afgreiðslu vegna tímasetninga um áramót. Alþingi gerir að öllum líkindum hlé á störfum sínum seint á föstudag en kemur síðan saman aftur á þriðja í jólum til að ljúka afgreiðslu mála fyrir áramótin. Bjarkey reiknar með að einhverjar breytingar verði gerðar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með 35 milljarða afgangi. „Ég geri ráð fyrir því, eins og vanalegt er. Það er ekkert nýtt í því. Fjárlaganefnd gerir gjarnan breytingar á milli umræðna á hverju einasta ári. Þannig að ég held að við breytum ekkert út af þeirri venju núna,“ segir Bjarkey. Hins vegar liggi ekki fyrir hvort meirihluti og minnihluti nefndarmanna nái saman um helstu breytingar á frumvarpinu. Fjárlaganefnd fundi fram að þingfundi sem hefst klukkan hálf tvö í dag og haldi síðan áfram að taka á móti gestum fram undir hádegi á morgun. „Þannig að við getum reynt að koma þessu frá okkur þannig að minnihlutinn hafi einhver tækifæri til að bregðast við. Hugsanlega getum við þá sameinast um einhverjar tillögur ef svo ber undir,“ segir Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir.
Alþingi Mest lesið Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Mesti snjór í New York í fjögur ár Erlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Þrír létust í óveðrinu Erlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Fleiri fréttir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Sjá meira