Segir Björn Inga „siðlausasta einstakling“ sem hann hefur haft afskipti af Daníel Freyr Birkisson skrifar 19. desember 2017 12:10 Árni Harðarson segir Björn Inga Hrafnsson hafa haft í hótunum við sig. Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og einn eigenda Dalsins, hluthafa Pressunnar ehf. svarar ásökunum Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sakar hann um hótanir í sinn garð.Hann segir Pressumálið ekki flókið í sínum augum. Hann og fleiri hafi glatað töluverðum fjármunum vegna þátttöku sinnar í félaginu og sjái eftir því. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, skipað þeim Árna Harðarsyni, Halldóri Kristmannssyni, Hilmari Þór Kristinssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni og Róberti Wessmann, fjárfesti í 68 prósent hlut Pressunnar fyrr á þessu ári. Árni sakar Björn Inga um að hafa haft í hótunum við sig vegna fyrirhugaðs hluthafafundar um kosningu nýrrar stjórnar Pressunnar. Árni segir að hann hafi hótað því að fara í fjölmiðlaherferð gegn sér og Róberti Wessmann færi sú kosning fram. Hann segir þetta ekki eina skiptið sem Björn Ingi hefur hótað sér og fer hann hörðum orðum um hann. „Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af.“Sakar nýja stjórn um „hreinan hefndarleiðangur“Björn Ingi hóf í síðustu viku skrif svokallaðra rammapistla í Morgunblaðinu þar sem hann hyggst greina frá atburðarásinni frá því að nýir eigendur tóku yfir meirihluta Pressunnar þangað til að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta nú um daginn.Í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Björn Ingi nýja stjórn fara fram í fjölmiðlum með „hreinum hefndaraðgerðum“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim,“ sagði Björn Ingi.Uppfært kl. 15:07Björn Ingi Hrafnsson tjáði sig um orð Árna á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Þar segir hann Árna ekki svara einni framkominni ásökun heldur hafi þess í stað haft hin verstu orð um sig. Auk þess sakar hann Árna um að fara í manninn en ekki boltann og það geri þeir „sem hafi jafnan vondan málstað að verja“. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Árni Harðarson, aðstoðarforstjóri Alvogen og einn eigenda Dalsins, hluthafa Pressunnar ehf. svarar ásökunum Björns Inga Hrafnssonar í Morgunblaðinu í dag þar sem hann sakar hann um hótanir í sinn garð.Hann segir Pressumálið ekki flókið í sínum augum. Hann og fleiri hafi glatað töluverðum fjármunum vegna þátttöku sinnar í félaginu og sjái eftir því. Eignarhaldsfélagið Dalurinn, skipað þeim Árna Harðarsyni, Halldóri Kristmannssyni, Hilmari Þór Kristinssyni, Jóhanni G. Jóhannssyni og Róberti Wessmann, fjárfesti í 68 prósent hlut Pressunnar fyrr á þessu ári. Árni sakar Björn Inga um að hafa haft í hótunum við sig vegna fyrirhugaðs hluthafafundar um kosningu nýrrar stjórnar Pressunnar. Árni segir að hann hafi hótað því að fara í fjölmiðlaherferð gegn sér og Róberti Wessmann færi sú kosning fram. Hann segir þetta ekki eina skiptið sem Björn Ingi hefur hótað sér og fer hann hörðum orðum um hann. „Þau greinaskrif sem hann stendur í núna koma mér því ekki á óvart, enda maðurinn í mínum huga, eftir kynni mín af honum sem stjórnanda Pressunnar, siðlausasti einstaklingur sem ég hef haft afskipti af.“Sakar nýja stjórn um „hreinan hefndarleiðangur“Björn Ingi hóf í síðustu viku skrif svokallaðra rammapistla í Morgunblaðinu þar sem hann hyggst greina frá atburðarásinni frá því að nýir eigendur tóku yfir meirihluta Pressunnar þangað til að félagið var tekið til gjaldþrotaskipta nú um daginn.Í samtali við Vísi síðastliðinn föstudag sagði Björn Ingi nýja stjórn fara fram í fjölmiðlum með „hreinum hefndaraðgerðum“. „Já ég held bara að þeir séu að reyna að koma illu til leiðar, ef svo má segja. Það hefur komið fram opinberlega og annars staðar að ég er í persónulegri ábyrgð og öðru slíku svo það lendir þá á mér. Ég get ekki séð annað en að þetta séu hreinar hefndaraðgerðir og verði þeim að góðu sem standa fyrir þeim,“ sagði Björn Ingi.Uppfært kl. 15:07Björn Ingi Hrafnsson tjáði sig um orð Árna á Facebook-síðu sinni fyrir skömmu. Þar segir hann Árna ekki svara einni framkominni ásökun heldur hafi þess í stað haft hin verstu orð um sig. Auk þess sakar hann Árna um að fara í manninn en ekki boltann og það geri þeir „sem hafi jafnan vondan málstað að verja“.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00 Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Mogginn birtir málsvörn Björns Inga Segist hann munu greina frá atburðarás Pressunnar í Morgunblaðinu á næstu vikum. Atburðarásin verður rakin frá því að hluthafar fjárfestu í félaginu en einnig mun hann fjalla um helstu leikendur auk þess sem hann fer um vítt og breitt svið. 15. desember 2017 15:49
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Ómar segir fullyrðingar fráfarandi stjórnar Pressunnar ósannar Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn formaður stjórnar Pressunnar, segir ásakanir Björns Inga Hrafnssonar og Arnars Ægissonar um að ný stjórn sé ekki skráð í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra ekki standast skoðun. Breytingarnar hafi verið skráðar samdægurs og skiptin fóru í gegn. 29. nóvember 2017 17:00
Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu. 13. desember 2017 16:12
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58