Pressan tekin til gjaldþrotaskipta Daníel Freyr Birkisson skrifar 13. desember 2017 16:12 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum stjórnarmaður Pressunnar. Vísir/Ernir Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Viðskipti erlent Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli Viðskipti erlent Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Viðskipti innlent Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Viðskipti innlent Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Neytendur Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Neytendur Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Viðskipti innlent Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Ragnhildur, Svavar og Hreinn nýir stjórnendur hjá N1 Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Leita að einhverjum til að reka Kolaportið áfram á sama stað Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Sjá meira
Pressan ehf. hefur verið tekin til gjaldþrotaskipta. Kristján B. Thorlacius hefur verið skipaður skiptastjóri í búinu en það staðfestir hann í samtali við fréttastofu Vísis sem og Ómar R. Valdimarsson, stjórnarformaður Pressunnar. Krafan um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta kemur frá Lífeyrissjóði Vestmannaeyja samkvæmt Kristjáni, en Stundin greindi einnig frá því í gær. Þar kemur fram að ekki hafi verið greidd iðgjöld starfsmanns og sé krafan upp á 2,8 milljónir króna. Þá greindi Fréttablaðið frá því að nýkjörin stjórn Pressunnar hafi kært Björn Inga og Arnar Ægisson, viðskiptafélaga Björns og fyrrverandi stjórnarmann Pressunnar. Kæran byggir á því að fráfarandi stjórnendur Pressunnar hafi hvorki staðið skil á greiðslu opinberra gjalda, sem haldið var eftir af launum starfsmanna, né innheimtum virðisaukaskatti. Þegar útgáfuréttindi félagsins voru seld þann 5. september síðastliðinn hafi félagið skuldað 327 milljónir í opinber gjöld.Sjá einnig: Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Björn Ingi sagði í Facebook færslu í kjölfarið að um væri að ræða „brjálaðan hefndarleiðangur“. Ómar R. Valdimarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Pressunnar, sakaði Björn Inga um bílstuld og krafðist hann þess að hann myndi sem fyrrverandi eigandi fyrirtækisins skila bílnum, annars yrði bifreiðin tilkynnt stolin. Sagði Björn Ingi að hann hefði fyrir löngu tekið yfir leigusamning bílsins.Allar eignirnar settar á söluÍ lok nóvember var það tilkynnt að allar eignir félagsins hefðu verið settar á sölu og tveimur starfsmönnum félagsins sagt upp. Um væri að ræða landshlutablöðin Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Sagði Ómar að allar eignir félagsins væru til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. Kristján var skipaður skiptastjóri fyrr í dag og segist nú vera að setja sig inn í mál félagsins.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00 Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56 Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04 Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Flügger rannsakað fyrir brot á viðskiptaþvingunum Viðskipti erlent Íslendingur missir leyfið fyrir KFC í Danmörku eftir meiriháttar hneyksli Viðskipti erlent Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Viðskipti innlent Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Viðskipti innlent Áætla að húsnæði á Íslandi sé verulega vantryggt fyrir bruna Neytendur Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Neytendur Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Viðskipti innlent Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Bjarg íbúðafélag reisir þrjátíu íbúðir í Reykjanesbæ Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Raquelita Rós ráðin tæknistjóri Um helmingur sérbýla kostar meira en 150 milljónir Sérstaða Íslendinga í máltækni nýtist í nýrri samnorrænni gervigreindarmiðstöð Ragnhildur, Svavar og Hreinn nýir stjórnendur hjá N1 Sigrún Ósk ráðin upplýsingafulltrúi Akraneskaupstaðar Selur ísbílinn eftir þrjátíu ár í bransanum Tilkynningum frá verslunareigendum um alvarleg atvik hafi fjölgað „Þetta var ekki gert til að flækja, alls ekki“ Gunnþór verður formaður SFS í stað Guðmundar Heilbrigðiseftirlitið varaði við breytingunum Hvernig get ég ávaxtað peninga barnanna minna sem best? Leita að einhverjum til að reka Kolaportið áfram á sama stað Efast um að veitingamenn óttist að styggja embættismenn Sjá meira
Stjórn Pressunnar kærir Björn Inga fyrir fjárdrátt Ný stjórn Pressunnar hefur kært Björn Inga Hrafnsson fyrir fjárdrátt og brot gegn skatta- og bókhaldslögum. Lögmaður Björns segir það fjölmiðlasýningu. 6. desember 2017 07:00
Björn Ingi sakaður um bílstuld Ómar R. Valdimarsson krefst þess að Björn Ingi Hrafnsson skili bíl fyrirtækisins. 8. desember 2017 15:56
Björn Ingi sakar Dalsmenn um svik og að reyna að koma Pressunni í þrot Ásakanir ganga á víxl á milli núverandi og fyrrverandi stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 22:04
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58