Norðurslóðir eru lykilsvæði Ari Trausti Guðmundsson skrifar 4. desember 2017 06:00 Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Við segjum gjarnan að loftslagsmálin séu gríðarlega mikilvæg og enn fremur að þar leiki norðurslóðir stórt hlutverk. Nú um stundir er hlýnun loftslags hér norður frá meira en tvisvar sinnum hraðari en sunnar á hnettinum. Ein skýring þess er hratt minnkandi snjóþekja og minni hafísþekja en var í marga áratugi á 20. öld. Hvítt yfirborð endurvarpar sólgeislun að stórum hluta en dökkt land og grátt haf miklum mun minna. Áherslur okkar á mikilvægi norðursins og á lífsskilyrði fjögurra milljóna íbúa endurspeglast í vinnu og fé sem ríkið leggur í samstarf landanna í norðri (8), undir forystu Norðurskautsráðsins. Þar sitja fulltrúar stjórnvalda og frumbyggjasamtaka, auk margra áheyrnarfulltrúa ríkja og samtaka. Fulltrúar þjóðþinga koma að vinnu ráðsins í gegnum þingmannaráðstefnu norðurslóða. Þaðan berast ályktanir og tillögur til Norðurskautsráðsins. Íslenska nefndin er skipuð þremur þingmönnum og hef ég leitt hana undanfarið. Með nýrri ríkisstjórn er endurkosið í nefndina. Íslenska nefndin hefur beitt sér fyrir því t.d. að lögð sé áhersla á baráttuna gegn hröðum loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra, á sjálfbærni, vistkerfi og súrnun sjávar, talað fyrir jafnrétti kynja, réttindum frumbyggja til náttúrunytja og fyrir samvinnu í velferðarmálum. Á yfirstandandi ári hafa svo bæst við tillögur um að kanna möguleika á frumbyggjaskóla. Með því er átt við námskeið fyrir opinbera starfsmenn, stjórnmálamenn, fjölmiðlafólk, skólafólk og t.d. sérfræðinga þar sem frumbyggjar kenna sín fræði um náttúrunytjar, sýn á umhverfið og siðfræði, menningu og lífshætti. Enn fremur hefur verið lagt til að koma íslenskri þekkingu og skipulagningu á nýsköpun til vegs í norðrinu og nýta kunnáttu og reynslu Íslendinga af starfi meðal ungs fólks gegn reykingum, drykkju og fíknefnanotkun sem hefur borðið verulegan árangur. Tillögum og þessum hugmyndum hefur verið vel tekið. Á yfirstandandi ári hafa fundir á vegum þingmannanefndarinnar verið skipaðir formönnum landsnefnda eða fulltrúum þjóðþinga, fulltrúa Evrópuráðsins og áheyrnarfulltrúum Norðurlanda- og Vestnorden-ráðanna. Á næsta ári verður haldin ráðstefna fullsetinna nefnda og annarra fulltrúa í Finnlandi og þá gengið á fjölmörgum tillögum til vinnuhópa og ráðherranefndar Norðurskautsráðsins þar sem unnt er að raungera vilja þingmannanna eftir því sem tekst og verkast. Nú taka Finnar við formennsku í Norðurskautsráðinu og síðan Ísland 2019. Vinna þingmannanefndanna er mjög mikilvægur liður í að tengja þjóðþingin beint við ráðið.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun