Ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra að virkja á Vestfjörðum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. desember 2017 10:21 Guðmundur Ingi Guðbrandsson er umhverfisráðherra í ríkisstjórn Vinstri grænna, Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks. Vísir/Ernir Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan. Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Það er ekki á óskalista nýs umhverfisráðherra, Guðmundar Inga Guðbrandssonar, að virkja á Vestfjörðum til að koma á hringtengingu rafmagns þar. Hann vill heldur skoða það að leggja raflínur í jörð sem hann telur að sé fljótlegri, skilvirkari og í raun ódýrari leið til lengri tíma til að tryggja raforkuöryggi í landshlutanum. Þetta kom fram í viðtali við hann í Bítínu á Bylgjunni í morgun. „Það er alveg ljóst að til dæmis á Vestfjörður er afhendingaröryggi orku er ekki nógu mikið, það eru allir sammála um og það hefur ýmislegt verið rætt í því samhengi, til dæmsis að koma á svokallaðri hringtengingu á Vestfjörðum sem myndi þá þýða að ráðist yrði í til dæmis Hvalárvirkjun og sennilega fleiri virkjanir. Það er ekki á mínum óskalista, það skal alveg sagt,“ sagði Guðmundur Ingi. Það sem hann telur að þurfi að skoða varðandi raforkuöryggi á Vestfjörðum sé að horft verði til þess hvað er að valda afhendingarvandamálunum. Guðmundur Ingi segir að það sé í slæmum veðrum sem loftlínurnar klikki og því vilji hann skoða að leggja raflínur í jörð. „Ég vil láta skoða það hvort að það sé ekki bæði fljótlegri, skilvirkari og í raun til lengri tíma litið ódýrari leið heldur en að bíða eftir því í mörg ár að það verði einhver hringtenging og ég held að það hljóti að vera að ekki síst Vestfirðingar myndu fagna því að slíkt yrði gert,“ sagði Guðmundur Ingi.Ísland verði í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun Hann var spurður út í orð Péturs Markan, formann Vestfjarðarstofu, í viðtali við RÚV í gær þess efnis að hann hefði áhyggjur af því að Guðmundur Ingi nyti ekki trúnaðar vegna fyrri starfs sem framkvæmdastjóri Landverndar. Nefni Pétur að Guðmundur Ingi hefði til dæmis talað opinberlega gegn laxeldi og veglagningu um Teigsskóg. „Ég myndi nú ekki orða þetta kannski svona,“ sagði Guðmundur Ingi um þessi orð Péturs. „Þetta er nú kannski tekið saman aðeins of þröngt. Ef við tökum laxeldismálin þá er að horfa til þess að Ísland hlýtur að vilja vera í fararbroddi í laxeldi hvað varðar sjálfbæra þróun og að laxeldi sé ekki að hafa of neikvæð áhrif á villta laxastofna. Það þýðir í praxis að við hjótum að vilja þróa þetta kerfi með þeim hætti að það sé sem langsamlega minnst áhætta fyrir annað lífríki þegar þessi atvinnuvegur er byggður upp hér á Íslandi. Það getur þýtt aðrar tæknilegar lausnir og það er eitthvaðs em ég hef talað fyrir og mun gera áfram.“ Varðandi Teigsskóg sagði umhverfisráðherra að það væri orðin löng saga. „Það fór fram þarna nýtt umhverfismat fyrir ekki all löngu síðan og Skipulagsstofnun komst að þeirri niðurstöðu að sú leið sem Vegagerðin vill fara er ekki besta leiðin með tilliti til umhverfisáhrifa. Það væri betra að fara með jarðgöng til að sneiða hjá því sem kannski hefði einna mestu áhrifin og ég myndi vilja líta til þess að skoða það betur,“ sagði Guðmundur Ingi.Hlusta má á viðtalið við hann í spilaranum hér fyrir neðan.
Teigsskógur Tengdar fréttir Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06 Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50 Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Sjá meira
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ráðherra utan þings Þetta tilkynnti Katrín Jakobsdóttir nú rétt í þessu. 30. nóvember 2017 12:06
Ráðherrann Mummi með „óþrjótandi áhuga á umhverfismálum“ Vinstri grænir áttu óvænta útspilið í ráðherrakapalnum. 30. nóvember 2017 12:50
Tilboð um ráðherrasæti kom á óvart Forsætisráðherra hringdi í framkvæmdastjóra Landverndar á miðvikudaginn og bauð honum að gerast umhverfisráðherra. Hann er stofnfélagi í VG en hefur ekki verið virkur félagi undanfarin ár. 1. desember 2017 07:00