Trump lýsir yfir stuðningi við Moore Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2017 14:10 Repúblikaninn Roy Moore mælist með um þremur prósentum meira fylgi en Demókratinn Doug Jones. Vísir/AFP Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við dómarann Roy Moore, frambjóðanda Repúblikana til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama. Fjöldi kvenna hafa á síðustu vikum sakað Moore um að hafa áreitt þær kynferðislega á áttunda áratugnum, þegar þær voru á táningsaldri en hann á fertugsaldri. Augljóst er að Trump hefur beðið með að lýsa yfir stuðningi við Moore eftir að Washington Post birti ásakanir kvennanna sem eru frá Alabama, ríki Moore. Ein kvennanna segir Moore hafa brotið á sér þegar hún var einungis fjórtán ára. Hinn sjötíu ára Moore hefur neitað ásökununum. Hann þykir einstaklega íhaldssamur í skoðunum og hefur starfað sem dómari við æðsta dómstól ríkisins. Trump lýsti yfir stuðningi við Moore á Twitter-síðu sinni þar sem hann skaut á frambjóðenda Demókrata, Doug Jones. Segir Trump nauðsynlegt að tryggja sigur Moore þar sem Demókratar hafi neitað að greiða atkvæði með skattalækkunum. Lýsti Trump svo Jones sem frjálslynda strengjabrúðu Nancy Pelosi og Chuck Schumer, leiðtogum Demókrata í fulltrúadeild og öldungadeild Bandaríkjaþings. Kosningarnar fara fram þriðjudaginn 12. desember. Sigurvegarinn mun taka sæti Jeff Sessions sem Trump skipaði dómsmálaráðherra ríkisstjórnar sinnar. Skoðanakannanir benda til að fylgi Moore sé nú í kringum þremur prósentum meira en fylgi Jones. Democrats refusal to give even one vote for massive Tax Cuts is why we need Republican Roy Moore to win in Alabama. We need his vote on stopping crime, illegal immigration, Border Wall, Military, Pro Life, V.A., Judges 2nd Amendment and more. No to Jones, a Pelosi/Schumer Puppet!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017 Putting Pelosi/Schumer Liberal Puppet Jones into office in Alabama would hurt our great Republican Agenda of low on taxes, tough on crime, strong on military and borders...& so much more. Look at your 401-k’s since Election. Highest Stock Market EVER! Jobs are roaring back!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 4, 2017
Donald Trump MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42 Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14 Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Fleiri fréttir Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Sjá meira
Ásakanir um kynferðislegt samband við táningsstúlku hleypa óvæntu lífi í kosningar í Alabama Mikil sveifla hefur átt sér stað í skoðanakönnunum fyrir kosningar til öldungadeildar Bandaríkjaþings í Alabama eftir að nokkrar konur sökuðu annan frambjóðandann um kynferðislega tilburði þegar þær voru unglingar. 13. nóvember 2017 10:42
Slíta tengsl sín við Moore Landsnefnd Repúblikanaflokksins ætlar að tengsl sín við Roy Moore, frambjóðenda flokksins til öldungadeildasætis Alabama. Moore hefur verið sakaður um að hafa brotið kynferðislega á táningsstúlkum á árum áður. 14. nóvember 2017 23:14
Tvær konur til viðbótar saka frambjóðanda repúblikana um að hafa elst við sig Roy Moore hringdi meðal annars í menntaskólastúlku í skólanum til að bjóða henni á stefnumót eftir að hún hafði neitað honum um símanúmerið sitt. 16. nóvember 2017 11:33