Á hlíðarlínunni Ellert B. Schram skrifar 6. desember 2017 07:00 Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn hefur verið skipuð. Við óskum henni góðs gengis, þótt stjórnarsáttmálinn varðandi málefni eldri borgara sé rýr, miðað við kosningaloforðin. Jú, frítekjumarkinu er breytt, fólk getur aflað sér viðbótartekna upp í 100 þúsund krónur mánaðarlega, án þess að sú upphæð sé dregin frá greiðslum frá almannatryggingum. Ég leyfi mér að fullyrða að sú breyting náðist fram fyrir baráttu og málflutning samtaka eldri borgara landsins. Það er spor í rétta átt og svo er tekið fram í stjórnarsáttmálanum að „kerfið“ verði endurskoðað. Gott og vel, vonandi tekur það ekki tíu ár (eins og síðast) að leggja fram breytingar á mannréttindum og lífskjörum þeirra, sem sitja við „bætur“, sem eru (vel) illa undir framfærslumörkum. Staðreyndin er sú, að enn er langt í land hvað elstu borgarana varðar. Málflutningi og kröfum eldri borgara um margvíslegar leiðréttingar hefur því miður ekki verið sinnt sem skyldi. Jú, ýjað er að því að leggja eigi meiri peninga í hjúkrunarrými í þágu eldri borgara til að efla þjónustu og bæta lífsskilyrði aldraðra. Veita afslátt, lækka verð á meðölum, hjúkrun og almennri þjónustu. Vonandi er þetta ekki sýnd veiði en ekki gefin, eins og svo oft áður. Við megum ekki gleyma þeirri staðreynd að meðalaldur hækkar, fleiri og fleiri eldast og spár um hækkandi aldur komandi kynslóða blasa við. Með öðrum orðum, við erum ekki einvörðungu að tala um gamla fólkið í dag, heldur líka á morgun og á komandi árum. Það er skylda stjórnmálanna og ríkisvaldsins að hlynna að fólkinu, sem náð hefur og nær háum aldri. Núlifandi og komandi kynslóðum. Þetta viðfangsefni snýst ekki eingöngu um mína jafnaldra, heldur framtíðina að auki. Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar og skora á fulltrúa hennar, að hlusta á og virða af alvöru, samtök, talsmenn og aldraða sjálfa, þegar kemur að þjónustu og lífskjörum eldri borgara. Þeir eiga það skilið, þeir eiga það inni. Við sitjum að vísu á hliðarlínunni, en við eigum málstað og réttlæti, sem á erindi við þá sem ráða. Tökum nú höndum saman, þið á vellinum, við á hliðarlínunni. Höfundur er formaður Félags eldri borgara í Reykjavík.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar