Orðrómurinn um kaupandann líklega á rökum reistur Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2017 06:31 Salvator Mundi, dýrasta málverk sögunnar. Vísir/Getty Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns. Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Dýrasta málverk sögunnar, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, er nú á leið til Abu Dhabi í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum. Hið glænýja og fokdýra listasafn borgarinnar, Louvre Abu Dhabi, greindi frá því á Twitter-síðu sinni í gær að verkið væri „á leiðinni“ til safnsins en hefur ekki sagt til um hvort það verði þar til sýnis eður ei.Fjölmiðlar ytra telja nú ljóst að orðrómurinn um uppboðið hafi verið réttur - málverkið hafi verið slegið vellauðugum olíufursta við Persaflóa. New York Times hefur meðal annars sagt kaupandanna vera prinsinn Bader bin Abdullah bin Mohammed bin Farhan al-Saud og vísaði í gögn sem blaðið hafði undir höndum. Uppboðshúsið Christie's hefur þvertekið fyrir að nafngreina kaupandann.Da Vinci's Salvator Mundi is coming to #LouvreAbuDhabi pic.twitter.com/Zdstx6YFZG— Louvre Abu Dhabi (@LouvreAbuDhabi) December 6, 2017 Vísir greindi frá uppboðinu í New York á sínum tíma. Eftir um 20 mínútna þref var málverkið, sem ber nafnið Salvator Mundi eða Frelsari heimsins, selt fyrir 450 milljónir bandaríkjadala - rúmlega 46 milljarða íslenskra króna. Er því um að ræða dýrasta málverk sögunnar.Sjá einnig: Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Skiptar skoðanir eru innan listaheimsins um hvort að verkið sé raunverulega eftir da Vinci. Uppboðshúsið er þó sannfært um að verkið sé eftir ítalska meistarann og segir það „stærstu listauppgötvun 20. aldarinnar.“ Safnið Louvre Abu Dhabi opnaði fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið um 10 ár í byggingu. Framkvæmdin kostaði ríflega 140 milljarða íslenskra króna. Þar má nú sjá rúmlega 900 listmuni, þar af eru 300 sem safnið hefur fengið lánað frá systursafni sínu í Frakklandi. Safnið í Abu Dhabi greiðir Louvre-safninu í París milljarða króna fyrir lánið á mununum - sem og fyrir að mega nota nafn hins heimsfræga listasafns.
Tengdar fréttir Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30 Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Erlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Fleiri fréttir Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Sjá meira
Svona fara 46 milljarðar á uppboði Verkið Salvador Mundi, sem talið er vera eftir Leonardo da Vinci, varð í síðustu viku dýrasta málverk sögunnar. 21. nóvember 2017 13:30
Dýrasta málverk sögunnar er kannski eftir Leonardo da Vinci Verkið Salvador Mundi var slegið hæstbjóðanda á 450 milljónir dala í gær. 16. nóvember 2017 07:22