Þjálfarar Stjörnunnar sjálfir byrjaðir að skúra til að koma í veg fyrir meiðsli | Myndband 8. desember 2017 11:30 Lið Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta hefur verið í miklum meiðslavandræðum að undanförnu og árangurinn eftir því en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð. Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, fór aðeins yfir þessi miklu meiðsli þætti í lok nóvember en hann fór að spyrja sig hvort eitthvað væri að þjálfuninni. Svo var ekki. „Ég heyrði í leikmönnum. Það er víst ekki verið að þrífa gólfið í Garðabænum og menn eru ekki sáttir,“ sagði hann. „Gólfið er bara sleipt og það er slysahætta. Leikmenn eru verulega ósáttir við þetta og þegar staðan er svona þá er gólfið stórhættulegt. Það er ekki eðlilegt að sex byrjunarliðsmenn séu meiddir eða hnjaskaðir,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Þá umræðu má sjá í spilaranum hér að ofan. Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, og Vilhjálmur Halldórsson, aðstoðarþjálfari sem þurfti að rífa fram skóna á dögunum vegna meiðslavandræðanna, eru greinilega búnir að fá nóg af þessum meiðslum. Þeir rifu því fram kústinn á æfingu liðsins í gærkvöldi og sópuðu mesta draslið af gólfinu í Mýrinni sjálfir enda væntanlega alveg til í að menn haldist heilir í harðri baráttu Olís-deildarinnar. Lárus Gunnarsson, markvörður Stjörnunnar, tók skemmtilegt myndband af þeim félögum og birti það á Twitter-síðu sinni. „Þjálfarar Stjörnunnar sjálfir byrjaðir að skúra til að koma í veg fyrir meiðsli,“ skrifaði hann við færsluna. Það er vonandi að gæði þjálfaranna með kústinn haldi leikmönnum frá meiðslum en Stjarnan mætir Fram, reyndar á útivelli, á mánudagskvöldið.Einar og Villi með fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir meiðsli í Garðabænum. @Seinnibylgjan#olisdeildinpic.twitter.com/d83UI3VQH8 — Lárus Gunnarsson (@larusgunnars) December 7, 2017 Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Lið Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta hefur verið í miklum meiðslavandræðum að undanförnu og árangurinn eftir því en liðið er búið að tapa tveimur leikjum í röð. Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar á Stöð 2 Sport, fór aðeins yfir þessi miklu meiðsli þætti í lok nóvember en hann fór að spyrja sig hvort eitthvað væri að þjálfuninni. Svo var ekki. „Ég heyrði í leikmönnum. Það er víst ekki verið að þrífa gólfið í Garðabænum og menn eru ekki sáttir,“ sagði hann. „Gólfið er bara sleipt og það er slysahætta. Leikmenn eru verulega ósáttir við þetta og þegar staðan er svona þá er gólfið stórhættulegt. Það er ekki eðlilegt að sex byrjunarliðsmenn séu meiddir eða hnjaskaðir,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson. Þá umræðu má sjá í spilaranum hér að ofan. Einar Jónsson, þjálfari Stjörnunnar, og Vilhjálmur Halldórsson, aðstoðarþjálfari sem þurfti að rífa fram skóna á dögunum vegna meiðslavandræðanna, eru greinilega búnir að fá nóg af þessum meiðslum. Þeir rifu því fram kústinn á æfingu liðsins í gærkvöldi og sópuðu mesta draslið af gólfinu í Mýrinni sjálfir enda væntanlega alveg til í að menn haldist heilir í harðri baráttu Olís-deildarinnar. Lárus Gunnarsson, markvörður Stjörnunnar, tók skemmtilegt myndband af þeim félögum og birti það á Twitter-síðu sinni. „Þjálfarar Stjörnunnar sjálfir byrjaðir að skúra til að koma í veg fyrir meiðsli,“ skrifaði hann við færsluna. Það er vonandi að gæði þjálfaranna með kústinn haldi leikmönnum frá meiðslum en Stjarnan mætir Fram, reyndar á útivelli, á mánudagskvöldið.Einar og Villi með fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir meiðsli í Garðabænum. @Seinnibylgjan#olisdeildinpic.twitter.com/d83UI3VQH8 — Lárus Gunnarsson (@larusgunnars) December 7, 2017
Olís-deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni