Flaug til Íslands til að sjá leikmann sem spilaði svo í níu mínútur Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. desember 2017 19:15 Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira
Færst hefur í aukana að efnilegir íslenskir fótboltamenn taki skrefið til Bandaríkjanna og spili þar í háskólaboltanum á styrk sem getur verið að andvirði 30 milljóna króna. Flestir leikmenn fara nú út í gegnum fyrirtækið Soccer and Education USA sem fótboltaparið Jóna Kristín Hauksdóttir og Brynjar Benediktsson eiga og reka. Það er ekkert nýtt að íslenskt fótboltafólk fari í bandaríska háskóla en með tilkomu Jónu og Brynjars hefur þeim fjölgað. Justin Maulin, þjálfari UNC Greensboro í Karólínuríki var hér á landi í vikunni að leita að næstu stjörnum skólans. „Ég er að leita að fótboltamönnum. Háskólinn okkar hefur lengi notið krafta frábærra íslenskra leikmanna,“ segir Suður-Afríkumaðurinn Maulin sem hefur þjálfað í Bandaríkjunum í rúma tvo áratugi. UNC Greensboro hefur lengi verið með Íslendinga í sínum röðum, allt frá Hilmari Björnssyni og Sigurði Ragnari Eyjólfssyni til Jökuls Elísabetarsonar og Tómasar Óla Garðarssonar. „Ég kann virkilega að meta íslensku leikmennina því þeir eru sterkir karkaterar. Það er mikilvægt. Það er eitt að finna góða fótboltamenn, þeir þurfa líka að vera góðir námsmenn en svo þurfa þeir líka að passa inn í bandaríska mótið og vera góðir karakterar,“ segir Maulin. Það er stór ákvörðun fyrir unga íslenska leikmenn að fara til Bandaríkjanna því þá setja þeir ferla sína hér heima í biðstöðu og svo gott sem gleyma draumum sínum um atvinnumennsku. „Það er stærsta áskorunin, sérstaklega þegar við erum að ræða við þessa íslensku leikmenn. Ég talaði við einn í gærkvöldi sem vildi ekki koma til mín heldur vera áfram hér á Íslandi og reyna að komast í atvinnumennsku. Staðreyndin er sú að það eru ekki svo margir sem komast þangað þannig það er undir okkur komið að sannfæra þessa stráka um að koma til Bandaríkjanna þar sem þú færð gæða háskólagráðu á fjórum árum en getur samt komið til baka og spilað á Íslandi kannski 23-24 ára gamall,“ segir Maulin. Hann áttar sig á því að hann er ekki sá vinsælasti hjá öllum íslenskum þjálfurum er hann fylgist með þeim úr stúkunni tilbúinn að bjóða þeim fullan skólastyrk sem er að andvirði 30 milljóna króna. „Sumir þjálfarar verða ánægðir fyrir hönd leikmannanna en aðrir vilja ekki missa sína bestu menn. Það er frekar eigingjarnt, að mér finnst. Ég flaug til dæmis hingað til að sjá einn leikmann sem spilaði svo níu mínútur. Hann skoraði vissulega á þeim tíma en það er erfitt að sjá hvað hann getur gert á níu mínútum,“ segir Justin Maulin. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
Íslenski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Enski boltinn Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Íslenski boltinn Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Sjá meira