Smitvarnir innfluttra hunda Árni Stefán Árnason skrifar 20. nóvember 2017 12:44 Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Enn má Daði leiðrétta Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Skoðun Stúdentapólitík er pólitík Ármann Leifsson skrifar Skoðun Læra börn stafi og hljóð í Byrjendalæsi? Rannveig Oddsdóttir skrifar Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Árangur Dana í loftslagsmálum margfalt betri en Íslendinga Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Fyrir hverja eru leikskólar María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hnefaleikameistarinn sem hefur aldrei keppt Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Getum við munað Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Lágvær umræða á sér nú stað um innflutningsmál hunda en hundar, sem fluttir eru til landsins þurfa að fara í 28 daga einangrun í sóttkví þar sem tekin eru úr þeim sýni í þeim tilgangi að fyrirbyggja að þeir séu ekki smitberar smitsjúkdóma eða beri með sér sníkjudýr. Þessi umræða mun senn taka endi án árangurs. Það er háttur íslenskrar umræðu um ýmiskonar málefni. Út hefur verið gefin löng skýrsla Félags ábyrgra hundeigenda, sem ég hef skimað. Atriði í skýrslunni hefur Matvælastofnun gagnrýnt. Þá gagnrýni hef ég líka skimað. Ég hef 27 ára reynslu af innflutningi hunda, hef ásamt öðrum með rökum barist fyrir að henni verði aflétt m.a. með fjöldaundirrituðu rökstuddu bænaskjali afhent forseta Alþingis fyrir tveimur árum. Það hefur engan árangur borið þar, sem Alþingi hefur ekki áhuga á þessu máli, því miður. Mínir hundar hafa allir komið frá Englandi. Þar í landi lýsa sérfræðingar undrun yfir háttalagi íslenskra yfirvalda og greina má háðungslegt bros í andliti þeirra þegar hundur ætlaður til útflutnings til Íslands birtist á læknastofum til meðhöndlunar samkvæmt þeim kröfum, sem Matvælastofnun gerir. Dýralækningar og rannsóknir á smitsjúdómum og öll meðferð er mjög háþróuð í Englandi. Hver ræður lengd sóttkvíar á Íslandi? Það er yfirdýralæknir samkvæmt lögum um innflutning á hundum. Af einhverjum ástæðu telur yfirdýralæknir sig vita betur en allir aðrir í kringum í þessum efnum. Samkvæmt nýlegum upplýsingum frá Matvælastofnun munu hundar vistaðir í eingangrun til að tryggja að blóðsýni sýni að þeir beri ekki með sér hestainnflúensu eða ef sníkjudýr finnast í saur eða feldi þá hljóti það meðhöndlun. Hvorugt kallar á 28 daga einangrun einstaklinga af þessari tegund, þar sem þeir eru sviptir flestum eðlislægum þörfum sínum og mörgu fleiru , sem þeir eru vanir og þarfnast þvert á kröfu laga um velferð dýra. Semsagt og samkvæmt MAST er verið að tryggja hagsmuni hrosseigendasamfélagsins á Íslandi með þessari athæfi, sem ég kalla sóttkví. Sníkjudýrameðferð er auðveldlega hægt að framkvæma í heimahúsi. Í skýrslu FÁH er aðbúnaður og atlæti í sóttkvínni í Höfnum gagnrýndur. Reynslu minnar vegna hef ég skoðun á báðu. Aðbúnaður er ekki til fyrirmyndar í skilningi athafnarýmis og stenst vart reglur dýravelferðarlaga. Hundarnir, einkum þeir sem hafa eðlislæga þörf fyrir mikið athafnarými eru með öllu sviptir því. Um atlætið gildir allt annað en það er líka gagnrýnt í skýrslunni. Mín skoðun er sú að atlætið sé hið besta. Mín tilfinning er sú að rekstaraðilar sinni dýrunum með þeim félagsskap sem hvert dýr kallar á. Allir mínir hundar, sem eru af meðalstórri veiðihundategund, sem eru miklar félagsverur hafa lokið vist sinni með sóma. Ég tel að rekstaraðilar hafi sinnt þörf minna hunda af alúð. Hafið er yfir allan vafa að einangrun fyrir hunda á að vera barns síns tíma, þó með einum mikilvægum fyrirvara. Gæta verður gaumgæfilega að svindlurum. Til eru illa innrættir aðilar, einkum austantjalds, sem virðast ekki hika við að svindla pappíra um heilbrigðisvottun og sprautumeðferðir. Því þyrftu stjórnvöld að setja upp nýja áætlun og regluverk þar, sem tekið er tillit til þess að það eru til svartir sauðir í þessum bransa, sem bera litla sem enga virðingu fyrir dýravelferð. Sá hluti þeirra hunda, sem kemur frá áreiðanlegum aðilum ætti hins vegar ekki að þurfa að þola þann feril sem lagður er á þá og eigendur þeirra eins og reglur kveða nú á um. Meðalhófs á að gæta í öllum stjórnsýsluákvörðunum. Það er meginregla stjórnsýslulaga. 28 daga einangrun er ekki meðalhóf þegar leysa má mál með mildari hætti til að ná lögmætum árangri. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Fjölsmiðjan í 25 ár: Samfélagsleg fjárfesting sem borgar sig margfalt Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir Skoðun