Lyfta þarf lífeyri langt upp fyrir fátæktarmörk! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ákveðið er að nýtt Alþingi komi saman í síðasta lagi um mánaðamótin nóvember/desember. Afgreiða þarf fjárlög fyrir áramót. Væntanlega tekur nýtt Alþingi betur á kjaramálum aldraðra og öryrkja en gamla þingið gerði. Því miður hafði gamla þingið lítinn áhuga á að bæta kjör aldraðra og öryrkja. Það, sem var gert á því sviði, var of lítið og of seint.Lífeyrir hækki í 320 þúsund á mánuði eftir skatt Miðað við kosningastefnuskrár stjórnmálaflokkanna er ekki að búast við miklum afrekum Alþingis á þessu sviði. Það sem stjórnmálaflokkarnir boðuðu fyrst og fremst var að láta lífeyri aldraðra og öryrkja fylgja lágmarkslaunum verkafólks. Það er of lítið. Það dugar ekki. Það þýðir, að lífeyrir eigi áfram að vera við fátæktarmörk. Tveir flokkar boðuðu róttækari stefnu, Flokkur fólksins og Píratar, en þeir komast ekki í stjórn. Lágmarkslaun eru nú 230 þúsund kr. eftir skatt, hjá einstaklingum. Þau eiga að hækka um 12 þúsund kr. á mánuði 2018. Það er hlægileg hækkun og skiptir engu máli. Eftir sem áður verða lægst launuðu verkamenn með laun við fátæktarmörk. Það er til skammar, að verkalýðshreyfingin skuli líða svo lág laun. Hún mun afsaka sig með því, að mjög fáir séu á lágmarkslaunum. Aðeins um 5 prósent munu vera á þessum lægsta taxta og sem betur fer komast flestir á hærri taxta. En því ámælisverðara er það að miða lífeyri aldraðra og öryrkja við pappírstaxta. Alþingi verður að grípa hér í taumana og hætta að miða við lágmarkslaun, sem fáir eru á, og ákveða lífeyri þess í stað þannig, að unnt sé að lifa sómasamlegu lífi af honum. Ég hef lagt til, að lífeyrir verði ákveðinn 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Það er myndarleg hækkun eða um 90 þúsund kr. á mánuði eftir skatt. Ef það þykir of mikil hækkun í einum áfanga má veita þessa hækkun í tvennu lagi, þannig að í fyrstu kæmi 45 þús kr. hækkun. Það er aðeins brot af þeirri hækkun sem þingmenn sjálfir fengu en hún nam nokkur hundruð þúsund krónum og laun þeirra fóru í 1,1 milljón, miðað við 197-230 þúsund á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum. Þingmenn ættu að fara að hugsa sjálfsætt og lyfta lífeyri upp fyrir fátæktarmörk og ákveða þetta sjálfir í stað þess að bíða eftir ráðherrunum.Frítekjumark vegna atvinnutekna hækkar Allir stjórnmálaflokkar kváðust vilja hækka frítekjumark vegna atvinnutekna. Flokkarnir vildu ýmist hækka það í 100 þúsund kr. eða 109 þúsund á mánuði eða afnema frítekjumarkið alveg, þannig að það væri frjálst fyrir eldri borgara að vinna á vinnumarkaðnum án þess að sæta skerðingu hjá TR. Hins vegar var lítið talað um að afnema skerðingar vegna annarra tekna. Mikilvægast er að afnema skerðingar vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda eiga sjóðfélagar lífeyrinn í lífeyrissjóðunum og því er það fáheyrt að stjórnvöld skuli skerða lífeyri þeirra frá almannatryggingum vegna lífeyrissjóðanna. Það er sjálfsagt og eðlilegt að eldri borgarar geti farið út á vinnumarkaðinn að vinna, ef þeir kjósa svo, en þeir sem misst hafa heilsuna eða eru lélegir til heilsunnar geta ekki nýtt sér það. Aðrir eldri borgarar vilja eiga náðugt ævikvöld og vilja því ekki vinna á ellilífeyrisaldri. Þeir eru líka búnir að skila sínu vinnuframlagi til þjóðarbúsins.Veita þarf öldruðum húsnæðisstuðning Staða aldraðra er mjög misjöfn og fer m.a. mjög eftir húsnæðiskostnaði. Þeir, sem eiga skuldlítið húsnæði, eru mun betur settir en þeir sem þurfa að leigja sér húsnæði. Húsaleiga hefur hækkað gífurlega mikið síðustu árin og er orðið mjög erfitt fyrir aldraða að leigja sér húsnæði þrátt fyrir húsaleigubætur. Er nauðsynlegt að hækka húsaleigubætur verulega til þess að aldraðir og láglaunafólk geti leigt sér húsnæði. Einnig þyrfti að hækka vaxtabætur til þess að koma til móts við aldraða og láglaunafólk, sem á erfitt með að greiða af íbúðum sínum. Hækka þarf skattleysismörkin en þau hafa ekki hækkað í samræmi við hækkun neysluvísitölu. Hækkun skattleysismarka væri góð kjarabót bæði fyrir aldraða og láglaunafólk. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun