Munu ekki greina frá nöfnum gerendanna Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, átti frumkvæði að áskorun fjölda íslenskra stjórnmálakvenna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni í stjórnmálastarfi landsins. Vísir/stefán „Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg. Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
„Við í hópnum höfum sammælst um að vera hvorki að nefna nöfn manna né flokka, heldur erum við meira að tala um aðstæður og hvernig við upplifum okkur í umhverfi stjórnmálanna,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, aðspurð um ástæður þess að stjórnmálakonur, sem stigið hafa fram og deilt reynslu sinni af kynbundnu ofbeldi og áreitni, segi ekki alla söguna með nöfnum gerenda. Í áskorun sem íslensku stjórnmálakonurnar hafa sent frá sér, er þess krafist að karlar taki ábyrgð og stjórnmálaflokkar taki af festu á kynbundnu ofbeldi og áreitni. Aðspurð segir Heiða konur líka þurfa að taka gagnrýnina til sín. „Mér finnst við í hópnum vera að líta í eigin barm með því að skora á karlana að koma með okkur í að breyta. En við erum auðvitað hluti af kerfinu og samfélaginu sem ól okkur upp við að karlar stjórni ferðinni. Okkur finnst við svolítið búnar að viðurkenna að þetta hefur verið látið viðgangast og er til staðar. Núna erum við að segja að það þurfi að laga þetta og að við eigum að gera það öll saman.“ Heiða Björg segir áskorun kvennanna ólíka þeim byltingum sem brotist hafa út í Hollywood og víðar þar sem áhrifamenn eru gagnrýndir og bornir þungum sökum. „Það er ekki tilgangur okkar að draga fram sökudólgana heldur að biðja um að við horfum öll í eigin barm, gerum betur og lögum þennan inngróna kúltúr sem við höfum allar gengið inn í. Við erum í einlægni að biðja karlana að koma með okkur í þetta,“ segir Heiða og bendir á að það geti líka skemmt fyrir markmiðinu að nafngreina gerendur. „Við erum svo hræddar um að ef við förum að nafngreina einhverja, þá fari öll áherslan á að losna við þá og allt verði gott verði þeir fjarlægðir. Okkar barátta snýst ekki um það. Við viljum breyta kerfinu og erum að einblína á það núna.“ Aðspurð um þöggun innan stjórnmálaflokka, játar Heiða því að hættan á þöggun innan stjórnmálaflokka um þessi mál sé mjög mikil enda eigi flokkarnir allt sitt undir kjósendum. „Til eru dæmi um að kynferðisbrot hafi verið þögguð niður innan flokka og konum sagt að mál myndi skaða flokkinn ef það færi út,“ segir Heiða. Hún segir karlana ekki eina um að þagga niður brot innan flokka heldur hafi konur líka átt þátt í slíkri þöggun, til að vernda flokkshagsmuni. „Hingað til hefur það þótt veikleikamerki bæði fyrir flokka og einstaklinga að segja frá. Við viljum breyta því,“ segir Heiða Björg.
Birtist í Fréttablaðinu MeToo Tengdar fréttir Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24 Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Sjá meira
Áskorun rúmlega 300 íslenskra stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni: "Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð“ Rúmlega 300 íslenskar stjórnmálakonur hafa sent frá sér áskorun vegna kynferðisofbeldis og áreitni í stjórnmálunum hér á landi. 21. nóvember 2017 19:24
Íslenskar konur í stjórnmálum segja af áreitni og ofbeldi kollega Hundruð hyggjast stíga saman fram, deila reynslu sinni og kalla eftir breytingum. 21. nóvember 2017 14:45
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent