Fær martraðir um að vera kominn aftur til Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2017 15:08 Oh á hlaupum í átt að landamærum Suður-Kóreu. Vísir/EPA Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017 Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira
Hermaðurinn sem flúði frá Norður-Kóreu til Suður-Kóreu fær martraðir um að hann sé kominn aftur til einræðisríkisins. Skurðlæknir hermannsins segir hann vera þöglan og indælan. Þar að auki séu CSI-þættirnir í miklu uppáhaldi hjá honum. Hermaðurinn er 24 ára gamall og ber hann fjölskyldunafnið Oh. Hann hefur nú verið fluttur af gjörgæslu en félagar hans í her Norður-Kóreu skutu hann fimm sinnum þegar hann hljóp yfir landamærin. Skurðlæknirinn John Cook-Jong Lee hefur annast Oh og er hann einn af örfáum sem hafa fengið að ræða við hann.Sjá einnig: Birtu myndband af flótta hermannsins frá Norður-KóreuÞað hefur tekið nokkra daga að fjarlægja brot úr byssukúlum úr líkama Oh og að laga rifin líffæri hans. Þar að auki var hann með berkla, lifrarbólgu B og hringorma þegar hann flúði. Það hefur gert meðferð hans erfiðari. Lee segir Oh vera mjög sterkan mann. Oh var fluttur á sjúkrahús með þyrlu og var hann við dauðans dyr þegar þangað var komið. Læknar hersins höfðu þá stungið nál í brjóst Oh til þess að bregðast við samanföllnu lunga og var hann með miklar innvortis blæðingar. Tvær umfangsmiklar skurðaðgerðir þurfti til að fjarlægja kúlurnar sjálfar og til þess að loka skotsárum. Á meðan á aðgerðunum stóð dældu læknarnir tólf lítrum af blóði í Oh.Grafa skurð á landamærunum Bandarískur erindreki í Suður-Kóreu var staddur á sameiginlegu öryggissvæði Norður- og Suður-Kóreu, þar sem Oh hljóp yfir landamærin, í fyrradag og sá hann menn grafa skurð norðan megin við landamærin. BBC segir tvo möguleika koma til greina varðandi tilgang skurðarins. Annar sé að koma í veg fyrir frekari flótta yfir landamærin á þessum stað. Oh er þó einungis talinn vera þriðji maðurinn sem kemst yfir landamærin á þessum stað. Hinn möguleikinn er að skurðinum sé ætlað að gera hermönnum Norður-Kóreu auðveldara að átta sig á því hvar landamærin séu. Einn landamæravarðanna hljóp yfir landamærin, að virðist fyrir slysni, á eftir Oh. Fregnir hafa borist af því að Norður-Kórea hafi skipt út öllum landamæravörðunum á sameiginlega öryggissvæðinu eftir flótta Oh.pic.twitter.com/5EbQgJMvSD— Marc Knapper (@MarcKnapper) November 23, 2017
Norður-Kórea Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Sjá meira