Snakillur og þúsundfættur Kúkur til sölu Jakob Bjarnar skrifar 27. nóvember 2017 13:58 Amalía Petra segir það ríma við sína reynslu, þar sem segir að þúsundfætlur geti verið snakillar og geðvondar. Amalía Petra Arthúrsdóttir heitir ung kona sem er búsett ásamt móður sinni og systkinum á Skipaskaga. Hún auglýsti nýverið þúsundfætlu sína, hann Kúk, til sölu í Facebookhópi sem heitir Brask og brall, en þar kennir ýmissa grasa. Tuttugu þúsund krónur og búrið fylgir. Ekki mikið þegar litið er til þess að þetta þýðir aðeins 20 krónur á fót. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið athygli og jafnvel valdið uppnámi, meðan sumir töldu þetta hið mesta krútt þá voru aðrir sem hrylltu sig við dýrinu.Þúsundfætlurnar eru góðir nuddarar Vísir ræddi við Amalíu um þetta athyglisverða gæludýr hennar, en Amalía hefur alltaf verið mikill dýravinur og hefur í gegnum tíðina átt fjölda gæludýra. „Já, þetta eru áhugaverð dýr,“ segir Amalía. Sem er að selja þúsundfætluna sína vegna heimilisaðstæðna, af margvíslegum ástæðum. Móður hennar er ekkert alltof vel við dýrið, og því að hann sé að skríða á yngri systkinum Amalíu. „Hann dýrkar litla bróðir minn,“ segir Amalía. En það er ekki orðið vinsælt á heimilinu að þeir séu í miklum samskiptum.Hér fyrir neðan má sjá þúsundfætluna Kúk skríða á einu systkina Amalíu, sem hefur heyrt að það geti verið mjög gott að láta þúsundfætlur nudda sig. Þá var um að gera að láta á það reyna:„Mér finnst hann þunglyndari en hann var, ég tek hann ekki úr búrinu eins oft og áður. Hann á skilið að eiganda sem vill halda á honum. Ég get það varla lengur, hann er orðinn stærri en hann var. Hann hefur reynt að smakka á mér þegar ég hélt á honum og mér líkaði ekki tilfinningin. Hann er nýbyrjaður að borða hýðið af þeim á ávöxtum sem hann fær og ég er hreinlega orðin hrædd um að hann bíti mig,“ segir Amalía. En, hún efast ekki um að þeir séu til sem kunni að meta þúsundfætluna.Geðvondar og viðskotaillar Vísir kynnti sér lítillega þúsundfætlur á netinu og þar segir reyndar að þeir séu að ýmsu leyti ekki mjög heppileg gæludýr. Þeir eigi það til að vera viðskotaillir og geðvondir. „... every species of centipede without exception is considered to be rather grumpy and ill tempered!“ Amalía segir að þetta passi við hennar reynslu. Og hann Kúkur sé pottþétt í fýlu útí sig um þessar mundir. Amalía segir að hún viti reyndar ekki hvers kyns þúsundfætlan er en hún telur þetta karlkyn og kallar hann Kúk. Bæði er að hann líkist því helst þegar hann hringar sig og svo með óbeinni vísunar til óvissu um kynið, þó kúkur sé reyndar karlkyns orð.Marga hryllir við dýrinu Amalía keypti þúsundfætluna í Reykjavík daginn áður en hún fór Rammsteintónleikana sem haldnir voru í fyrra. Í Furðufuglum og fylgifiskum. Hún hefur því átt hann í um það bil ár og hann hefur stækkað nokkuð á þessum tíma. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hversu marga hryllir við þúsundfætlum. „Ekki fyrr en ég fór að segja vinum mínum frá honum. Sumir vildu ekki snerta hann og aðrir vildu ekki einu sinni sjá hann.“Ekki mörg tilboð í Kúk Og þannig er að Amalía hefur ekki fengið mörg tilboð í Kúk. Þó margir á Braski og bralli telji þetta ákjósanlega jólagjöf. „Já, en það er vist bara umræða. Tveir hafa forvitnast um hann. Um leið og ég segi þeim að ef það er reynt að rétta úr honum þá gefur hann frá sér vökva sem getur sviðið undan þá hverfur áhuginn. Fólk verður smeykt, eða eitthvað.“ Amalía segir þúsundfætluna sína duglega að borða, hann er um 30 sentímetrar og hefur fitnað vel. Uppáhaldið eru perur, epli og kartöflur. Amalía segist ekki vita um marga á Íslandi sem haldi þúsundfætlur sem gæludýr. En, það er ljóst að þetta eru athyglisverð dýr. Svo mikið er víst. Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Amalía Petra Arthúrsdóttir heitir ung kona sem er búsett ásamt móður sinni og systkinum á Skipaskaga. Hún auglýsti nýverið þúsundfætlu sína, hann Kúk, til sölu í Facebookhópi sem heitir Brask og brall, en þar kennir ýmissa grasa. Tuttugu þúsund krónur og búrið fylgir. Ekki mikið þegar litið er til þess að þetta þýðir aðeins 20 krónur á fót. Óhætt er að segja að auglýsingin hafi vakið athygli og jafnvel valdið uppnámi, meðan sumir töldu þetta hið mesta krútt þá voru aðrir sem hrylltu sig við dýrinu.Þúsundfætlurnar eru góðir nuddarar Vísir ræddi við Amalíu um þetta athyglisverða gæludýr hennar, en Amalía hefur alltaf verið mikill dýravinur og hefur í gegnum tíðina átt fjölda gæludýra. „Já, þetta eru áhugaverð dýr,“ segir Amalía. Sem er að selja þúsundfætluna sína vegna heimilisaðstæðna, af margvíslegum ástæðum. Móður hennar er ekkert alltof vel við dýrið, og því að hann sé að skríða á yngri systkinum Amalíu. „Hann dýrkar litla bróðir minn,“ segir Amalía. En það er ekki orðið vinsælt á heimilinu að þeir séu í miklum samskiptum.Hér fyrir neðan má sjá þúsundfætluna Kúk skríða á einu systkina Amalíu, sem hefur heyrt að það geti verið mjög gott að láta þúsundfætlur nudda sig. Þá var um að gera að láta á það reyna:„Mér finnst hann þunglyndari en hann var, ég tek hann ekki úr búrinu eins oft og áður. Hann á skilið að eiganda sem vill halda á honum. Ég get það varla lengur, hann er orðinn stærri en hann var. Hann hefur reynt að smakka á mér þegar ég hélt á honum og mér líkaði ekki tilfinningin. Hann er nýbyrjaður að borða hýðið af þeim á ávöxtum sem hann fær og ég er hreinlega orðin hrædd um að hann bíti mig,“ segir Amalía. En, hún efast ekki um að þeir séu til sem kunni að meta þúsundfætluna.Geðvondar og viðskotaillar Vísir kynnti sér lítillega þúsundfætlur á netinu og þar segir reyndar að þeir séu að ýmsu leyti ekki mjög heppileg gæludýr. Þeir eigi það til að vera viðskotaillir og geðvondir. „... every species of centipede without exception is considered to be rather grumpy and ill tempered!“ Amalía segir að þetta passi við hennar reynslu. Og hann Kúkur sé pottþétt í fýlu útí sig um þessar mundir. Amalía segir að hún viti reyndar ekki hvers kyns þúsundfætlan er en hún telur þetta karlkyn og kallar hann Kúk. Bæði er að hann líkist því helst þegar hann hringar sig og svo með óbeinni vísunar til óvissu um kynið, þó kúkur sé reyndar karlkyns orð.Marga hryllir við dýrinu Amalía keypti þúsundfætluna í Reykjavík daginn áður en hún fór Rammsteintónleikana sem haldnir voru í fyrra. Í Furðufuglum og fylgifiskum. Hún hefur því átt hann í um það bil ár og hann hefur stækkað nokkuð á þessum tíma. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir því hversu marga hryllir við þúsundfætlum. „Ekki fyrr en ég fór að segja vinum mínum frá honum. Sumir vildu ekki snerta hann og aðrir vildu ekki einu sinni sjá hann.“Ekki mörg tilboð í Kúk Og þannig er að Amalía hefur ekki fengið mörg tilboð í Kúk. Þó margir á Braski og bralli telji þetta ákjósanlega jólagjöf. „Já, en það er vist bara umræða. Tveir hafa forvitnast um hann. Um leið og ég segi þeim að ef það er reynt að rétta úr honum þá gefur hann frá sér vökva sem getur sviðið undan þá hverfur áhuginn. Fólk verður smeykt, eða eitthvað.“ Amalía segir þúsundfætluna sína duglega að borða, hann er um 30 sentímetrar og hefur fitnað vel. Uppáhaldið eru perur, epli og kartöflur. Amalía segist ekki vita um marga á Íslandi sem haldi þúsundfætlur sem gæludýr. En, það er ljóst að þetta eru athyglisverð dýr. Svo mikið er víst.
Mest lesið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Ólafur Darri verður Þór Bíó og sjónvarp „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Lífið Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Lífið Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Lífið Djammaði með feðgunum Kára og Agli Lífið Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry Lífið Sækir um skilnað frá Schneider Bíó og sjónvarp Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Lífið Fleiri fréttir Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“