Stjórnarandstaðan lagðist gegn því að gamla fjárlagafrumvarpið yrði lagt fram Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2017 15:50 Frá fundi formannanna í hádeginu í dag. vísir/ernir Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Ólíklegt er að fjárlagafrumvarp fráfarandi ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar verði lagt fram af verðandi ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks eftir að stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi, Samfylkingin, Viðreisn, Miðflokkur, Flokkur fólksins og Píratar lögðust gegn því á fundi formanna flokkanna núna klukkan 15. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist í samtali við Vísi reikna með því að verðandi ríkisstjórn leggi fram nýtt fjárlagafrumvarp. Formenn verðandi stjórnarflokka vörpuðu fram þeirri hugmynd að leggja gamla frumvarpið fram með tilteknum útskýringum og formála í samræmi við stefnu nýrrar ríkisstjórnar á fundi með formönnum stjórnarandstöðuflokkanna í hádeginu. Að sögn Loga spurðu þau hvernig þeim í stjórnarandstöðunni litist á það. „Við sögðum að okkur litist illa á það og að við hefðum talið réttara að þau legðu fram sína stefnu með nýjum fjárlögum. Við gætum þá átt rökræður um það, tekið undir með því góða sem þar er gert og sett út á og gert breytingartillögur við annað sem er ekki eins gott. Okkur finnst það alveg fráleit hugmynd að leggja fram gamla frumvarpið sem VG og Framsókn gagnrýndu mjög í haust, jafnvel þó að það séu einhverjar útskýringar og formáli sem gefi eitthvað annað til kynna, þá er það ekki gott að okkar mati. Það er miklu betra að ný ríkisstjórn fái bara strax í upphafi standa frammi fyrir sinni stefnu og halda henni á lofti og það er þá hægt að takast á um hana,“ segir Logi. Logi segir ekki liggja fyrir hvenær þing kemur saman. „Það sem vakti fyrir þeim var að það tæki nokkra daga að keyra nýtt frumvarp í gegnum formúlur í ráðuneytunum, prenta það og svo framvegis. Við höfum fullan skilning á því en teljum hins vegar miklu eðlilegra að gera það,“ segir Logi og bætir við að stjórnarandstaðan hafi lagt áherslu á það við formenn verðandi stjórnarflokka að málið yrði unnið eins hratt og örugglega og unnt er.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Yrði hissa ef fjárlagafrumvarpið yrði lagt óbreytt fyrir þingið Þingmaður VG segir enn óákveðið hvernig staðið verði að fjárlagafrumvarpi. 27. nóvember 2017 15:38