Bernie Sanders kominn í framboðsgír Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Sanders hefur meðal annars verið áberandi í gagnrýni á skattafrumvarp Repúblikana. vísir/afp Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður fyrir Vermont, reynir nú að lagfæra þá veikleika sem komu í veg fyrir að hann tryggði sér útnefningu Demókrata til forsetaframboðs árið 2016. Frá þessu greindi Politico í gær í ítarlegri umfjöllun og segir að ýmislegt bendi til þess að hann hyggi á forsetaframboð árið 2020. Sanders nýtur stuðnings 71 prósents öldungadeildarþingmanna, sem er meiri stuðningur en nokkur annar mælist með. Sanders þótti ekki líklegur til að vinna forkosningar Demókrata fyrir síðustu forsetakosningar. Þingmaðurinn styrktist hins vegar með hverjum degi og það þrátt fyrir að hann hafi att kappi við Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra og forsetafrú, sem var bæði þekktari stærð og naut meiri stuðnings fjársterkra aðila. Hóf Sanders forkosningarnar af krafti og tapaði með 0,2 prósentustiga mun í Iowa áður en hann vann stórsigur í New Hampshire. Skiptust þau Clinton svo á sigrum þar til hún tryggði sér útnefninguna. En þrátt fyrir að Sanders verði orðinn 79 ára gamall þegar Bandaríkjamenn ganga til forsetakosninga árið 2020 virðist hann ætla í framboð. Ynni Sanders yrði hann ekki bara elstur til að ná kjöri sem forseti, hann yrði elsti maðurinn til að gegna embættinu og það á fyrsta starfsdegi. Politico greinir frá því að Sanders hafi á árinu styrkt tengsl sín við verkalýðsfélög, aflað sér sérfræðiþekkingar á utanríkismálum og unnið nánar með valdamönnum innan Demókrata. Þessi atriði voru ekki í toppstandi hjá Sanders í síðustu atrennu. Þannig hefur Sanders til að mynda unnið með Bill Perry, varnarmálaráðherra Bills Clinton, til að auka þekkingu sína á utanríkismálum sem og Robert Malley og Söruh Chayes, fyrrverandi ráðgjafa Baracks Obama. Politico hefur eftir heimildum sínum að þótt Sanders sjálfur vilji engu svara um framboð árið 2020 séu áhrifamenn innan samtakanna Our Revolution, sem stofnuð voru í kjölfar ósigurs Sanders til að berjast fyrir hugsjónum hans, farnir að leggja línurnar að framboði. Benda þeir á að Sanders sé nú vinsælasti kjörni fulltrúi Bandaríkjanna og sjá hann sem þungamiðju vinstri vængsins í bandarískum stjórnmálum. Þá hefur Jeff Weaver, kosningastjóri Sanders í forkosningunum, aftur birst á launaskrá öldungadeildarþingmannsins eftir að hafa starfað fyrir Our Revolution. Sanders hefur jafnframt ráðið skoðanakannanagúrúinn Ben Tulchin sem ráðgjafa á ný. Það þykir merkilegt vegna þess að Sanders forðaðist í lengstu lög að ráða slíkan ráðgjafa fyrir síðustu kosningar. Einnig hefur Sanders ráðið ráðgjafann Ari Rabin-Havt, sem áður var aðstoðarmaður Harrys Reid, fyrrverandi leiðtoga Demókrata í öldungadeildinni. Stýrir Rabin-Havt nú samskiptum Sanders. Matt Duss er nýráðinn utanríkismálaráðgjafi Sanders en hann stýrði áður stofnuninni Foundation for Middle East Peace. Ef Sanders býður sig fram virðast sigurlíkur hans ágætar. Mælist hann með 31 prósents stuðning í forkosningum Demókrata í nýlegri könnun New Hampshire-háskóla, vinsælastur allra. Í könnun Morning Consult frá því í síðustu viku kemur fram að ef Sanders yrði frambjóðandi Demókrata myndi hann fá 42 prósent atkvæða en Trump 36 prósent.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira