„Ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 11:33 Katrín Jakobsdóttir á blaðamannafundi á Bessastöðum nú í morgun. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa góða tilfinningu fyrir fyrirhugðu ríkisstjórnarsamstarfi VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hún segir að formenn verðandi stjórnarandstöðuflokka hafi allir sammælst um að láta hendur standa fram úr ermum svo að hægt verði að afgreiða fjárlagafrumvarp fyrir áramót. Þá hafi stjórnarandstöðunni verið boðin formennska í þremur fastanefndum Alþingis og segir hún það merki um þá breyttu tíma sem stjórnin vilji boða í starfsháttum Alþingis. Þetta sagði Katrín á blaðamannafundi að loknum fundi sínum með forseta Íslands fyrr í dag. Á fundinum veitti forsetinn Katrínu umboð til stjórnarmyndunar. Nú er það því ljóst að verði af ríkisstjórnarsamstarfinu verður Katrín forsætisráðherra. „Ég gaf honum skýrslu um stöðu þessara viðræðna. Það liggur fyrir að stjórnarsáttmáli liggur fyrir í grófum dráttum og hann verður borinn undir okkar flokksstofnanir á morgun, miðvikudag. Þær munu þá taka hann til afgreiðslu,“ sagði Katrín.Fundar með þingflokki sínum Ekki er ljóst hvort allir þingmenn Vinstri grænna muni styðja stjórnarsáttmálann. Tveir þingmenn flokksins greiddu atkvæði gegn því að gengið yrði til viðræðna við Sjálfstæðisflokkinn, þau Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson. Katrín segir að það muni koma í ljós. Hún muni nú ganga á fund þingmanna flokksins í einrúmi og fara yfir stöðuna. Flokksstofnanir flokkanna þriggja munu greiða atkvæði um stjórnarsáttmálann á morgun, miðvikudag. Að þeim loknum, líklega á fimmtudagsmorgun, munu þingflokkar flokkanna funda og ganga frá ráðherraskipan. „Það liggur ekkert fyrir um hverjir verða ráðherrar. Fyrir utan, eins og hefur komið fram, þá bauð ég mig fram til að veita ríkisstjórninni forystu,“ segir Katrín.Hefurðu góða tilfinningu fyrir samstarfinu? „Já ég hef það. Ég er bara mjög brött fyrir þetta stjórnarsamstarf og ég held þetta geti orðið þjóðinni og samfélaginu öllu til heilla.“Katrín fer frá Bessastöðum á fund við þingmenn Vinstri grænna.Vísir/VilhelmAllir vilji breyta vinnubrögðum á Alþingi Hún tekur undir með forsetanum um að stefnt sé á að ríkisstjórnin taki við á fimmtudaginn. Ef flokkstofnanir flokkanna samþykki sáttmálann sé ekki eftir neinu að bíða. Flokkarnir hafa boðið væntanlegum stjórnarandstöðuflokkum formennsku í þremur fastanefndum Alþingis; stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, velferðarnefnd og umhverfis- og samgöngunefnd. Þau eigi þó eftir að veita þeim svör um hvort að þau þiggi boðið. „Ég hef tekið mark á því sem þau hafa sagt að þau vilji taka þátt í því að breyta vinnubrögðum á Alþingi þannig ég trúi ekki öðru en að þau þiggi það.“ Hún segir það hafa komið fram á fundi formanna flokkanna í gær að vilji sé fyrir í öllum flokkum að vinna vel þann stutta tíma sem eftir er til áramóta svo afgreiða megi fjárlagafrumvarp fyrir næsta ár. „Ég treysti því sem mér hefur verið sagt að allir muni láta hendur standa fram úr ermum til að það verði klárað.“Verður þá eitthvað þingstarf einnig milli jóla og nýárs? „Það er bara mjög líklegt.“Blaðamannafund Katrínar má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Katrín fær umboðið og stefnt á stjórnarskipti á fimmtudag Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur veitt Katrínu Jakobsdóttur, formanni Vinstri grænna, umboð til stjórnarmyndunar. 28. nóvember 2017 11:00