Leiða gesti og gangandi í gegnum sýninguna 29. nóvember 2017 16:30 Páll, Þorgerður og Haraldur. Listamennirnir Haraldur Jónsson, Páll Haukur Björnsson og Þorgerður Þórhallsdóttir eru meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni #currentmood sem nú stendur yfir í BERG Contemporary. Á laugardaginn munu þau leiða gesti og gangandi í gegnum sýninguna og segja frá því sem liggur að baki verkunum, auk þess sem gestum gefst færi á að spyrja listamennina spurninga. Herlegheitin hefjast klukkan fjögur. Haraldur Jónsson (f.1961) lagði stund á nám við ýmsar myndlistarakademíur á Íslandi, í Frakklandi og Þýskalandi. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan seint á níunda áratugnum og eru verk hans afar fjölbreytileg. Verk hans bera skírskotanir í grundvallarhugmyndir avante-garde stefnu tuttugustu aldarinnar, og spanna vítt efnislegt svið og notast hann við ýmsar gerðir framsetningar. Mismunandi nálganir hans sýna fram á mikinn fjölbreytilega, en engu að síður bera verk hans ætíð afar persónuleg höfundaeinkenni.Páll Haukur Björnsson (f.1981) stundaði nám við sjónlistadeild Listaháskóla Íslands og lauk MFA gráðu frá California Institute of the Arts árið 2013. Páll Haukur hefur sýnt í ýmsum galleríum og söfnum bæði innanlands og utan. Í list sinni leitast Páll Haukur eftir því að skapa verk sem birtast áhorfandanum handan merkingarlegrar framsetningar og því hefðbundna táknræna stigveldi sem við eigum að venjast, sem gefur áhorfandanum nýjan grundvöll til upplifunar og merkingar. Páll Haukur notast oft við rýmis- og tímatengda miðla sem krefjast þáttöku áhorfandans.Þorgerður Þórhallsdóttir (f. 1989) útskrifaðist frá sjónlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og lauk MFA gráðu frá Listaakademíunni í Malmö í Svíþjóð árið 2016. Þorgerður sat í stjórn hins listamannarekna rýmis Kunstschlager á árunum 2013-15. Á síðustu árum hefur Þorgerður verið virk í sýningahaldi bæði hérlendis sem og erlendis. Undirstöður listsköpunar Þorgerðar má gjarnan finna í mannlegum eiginleikum á borð við minni og skynjun. Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Listamennirnir Haraldur Jónsson, Páll Haukur Björnsson og Þorgerður Þórhallsdóttir eru meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni #currentmood sem nú stendur yfir í BERG Contemporary. Á laugardaginn munu þau leiða gesti og gangandi í gegnum sýninguna og segja frá því sem liggur að baki verkunum, auk þess sem gestum gefst færi á að spyrja listamennina spurninga. Herlegheitin hefjast klukkan fjögur. Haraldur Jónsson (f.1961) lagði stund á nám við ýmsar myndlistarakademíur á Íslandi, í Frakklandi og Þýskalandi. Hann hefur verið virkur í sýningarhaldi síðan seint á níunda áratugnum og eru verk hans afar fjölbreytileg. Verk hans bera skírskotanir í grundvallarhugmyndir avante-garde stefnu tuttugustu aldarinnar, og spanna vítt efnislegt svið og notast hann við ýmsar gerðir framsetningar. Mismunandi nálganir hans sýna fram á mikinn fjölbreytilega, en engu að síður bera verk hans ætíð afar persónuleg höfundaeinkenni.Páll Haukur Björnsson (f.1981) stundaði nám við sjónlistadeild Listaháskóla Íslands og lauk MFA gráðu frá California Institute of the Arts árið 2013. Páll Haukur hefur sýnt í ýmsum galleríum og söfnum bæði innanlands og utan. Í list sinni leitast Páll Haukur eftir því að skapa verk sem birtast áhorfandanum handan merkingarlegrar framsetningar og því hefðbundna táknræna stigveldi sem við eigum að venjast, sem gefur áhorfandanum nýjan grundvöll til upplifunar og merkingar. Páll Haukur notast oft við rýmis- og tímatengda miðla sem krefjast þáttöku áhorfandans.Þorgerður Þórhallsdóttir (f. 1989) útskrifaðist frá sjónlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2013 og lauk MFA gráðu frá Listaakademíunni í Malmö í Svíþjóð árið 2016. Þorgerður sat í stjórn hins listamannarekna rýmis Kunstschlager á árunum 2013-15. Á síðustu árum hefur Þorgerður verið virk í sýningahaldi bæði hérlendis sem og erlendis. Undirstöður listsköpunar Þorgerðar má gjarnan finna í mannlegum eiginleikum á borð við minni og skynjun.
Mest lesið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Cruise afþakkaði boð Trump Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira