Tveggja nátta vítaferð FH-inga Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. nóvember 2017 07:00 Ágúst Elí Björgvinsson verður í stóru hlutverki í vítakeppninni. Vísir/Eyþór Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Karlalið FH í handbolta lagði af stað um kaffileytið í gær í helgarferðina til St. Pétursborgar þar sem það mætir heimamönnum í vítakastkeppni á sunnudaginn. Ferðlagið er í heildina 5.400 kílómetrar en á sunnudaginn kemst loksins á hreint hvort liðið kemst í 3. umferð EHF-bikarsins og verður þá tveimur leikjum frá sæti í riðlakeppninni. FH hafði betur í einvígi liðanna með fleiri mörkum skoruðum á útivelli eftir framlengingu í seinni leiknum ytra en eins og flestir vita voru gerð mistök þar sem leikurinn átti að fara beint í vítakastkeppni. Hafnfirðingarnir þurfa því að ferðast alla þessa leið til þess eins að spila vítakeppnina en sigurvegarinn mætir TATRAN Presov frá Slóvakíu í næstu umferð. Þurfa ekki að spá í greiðslur „Þetta er 21 manns hópur sem fer,“ segir Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. „Það fara fimmtán leikmenn, þjálfarateymið, sjúkraþjálfari, liðsstjóri, ég og framkvæmdastjórinn.“ Þar sem eftirlitsmaður evrópska handknattleikssambandsins, EHF, gerði mistökin í seinni leiknum er það EHF sem borgar brúsann. Búið er að ganga frá öllu þannig að Ásgeir og hans menn þurfa ekki að taka nótu fyrir öllu og innheimta skuldirnar frá sambandinu sem er staðsett í Austurríki. „Þetta fór allt í gegnum HSÍ. VITA-ferðir sáu um flug og hótel og sendu svo reikning á HSÍ sem EHF er búið að borga. Hótelið í St. Pétursborg sér svo um að greiða fyrir okkur gistinguna og uppihaldið og það rukkar svo EHF. Það er gott að búið sé bara að ganga frá þessu öllu saman þannig að við getum einbeitt okkur að vítakeppninni,“ segir Ásgeir.Gísli Kristjánsson.Vísir/StefánGaman að komast aftur áframFH-ingar voru eðlilega mjög sárir þegar EHF tilkynnti að liðið var ekki komið áfram í 3. umferðina en um glæsilegan sigur var að ræða hjá íslenska liðinu. Þetta er þó eitthvað sem menn eru komnir yfir þó svekkelsið hafi verið mikið. „Við vorum ekki beint reiðir, þetta var bara mikið áfall. Svo tækluðu menn þetta bara og nú horfum við björtum augum á þetta. Við förum þarna út til að vinna vítakastkeppnina og koma okkur aftur í þriðju umferðina. Það verður bara gaman að komast aftur þangað,“ segir Ásgeir léttur. St. Pétursborg er í fjórða sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar en FH er á toppnum í Olís-deildinni hér heima. Liðið er búið að spila hreint stórkostlega og vinna flesta tíu marka sigra af öllum í deildinni. Það tók Val í toppslag auðveldlega fyrir landsleikjafríið og hélt áfram að spila frábærlega í síðustu umferð þegar ÍR-ingar fengu skell í Kaplakrika. FH er búið að vinna átta fyrstu leiki deildarinnar.Ágúst Birgisson.Vísir/StefánFínasta ferðalagFerðalag FH-inga er ekki svo slæmt þótt helgarferð til St. Pétursborgar sé ekki það sem læknirinn fyrirskipaði á þessum tíma, sérstaklega þegar að liðið er búið að komast einu sinni áður fram hjá rússneska birninum. Hafnarfjarðarliðið gisti í London í nótt, aðfaranótt laugardags, og flaug eldsnemma í morgun til St. Pétursborgar þar sem það dvelur svo og æfir í dag. FH-ingar vakna svo snemma á morgun, sunnudag, og fara í vítakastkeppnina í hádeginu að írússneskum tíma eða klukkan níu á sunnudagsmorgun að íslenskum tíma. Vítakeppnin verður í beinni útsendingu á Facebook-síðu EHF og má finna hana á Vísi. Þegar vítakeppninni er lokið fara FH-ingar beint út á flugvöll og fljúga til Stokkhólms þar sem þeir bíða svo í sex klukkustundir áður en flogið verður heim. FH-liðið lendir svo á Íslandi á miðnætti á sunnudagskvöldið.Munu FH-ingar fagna.Vísir/EyþórFerðalag FH-ingaFöstudagur - Flug til London um kaffileytið - Gist í LondonLaugardagur - Vaknað eldsnemma og flogið til St. Pétursborgar - Æft í St. Pétursborg um kvöldið - Gist í St. PétursborgSunnudagur - Vaknað eldsnemma í morgunmat - Farið út í keppnishöll en vítakeppnin hefst kl. 12.00 að staðartíma - Beint út á flugvöll og flogið til Stokkhólms - Sex tíma bið á flugvellinum í Stokkhólmi - Lent í Keflavík um miðnætti á sunnudagskvöldið
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira