Fyrrverandi eiginkona Kelley lýsir hatrinu sem bjó innra með honum Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2017 08:01 Hin 25 ára Tessa Brennaman segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft illa anda eða hatur sem bjó innra með honum. Fyrrverandi eiginkona Devin Kelley, mannsins sem banaði 26 og særði um tuttugu í skotárás í kirkju í Texas á sunnudag, segir Kelley hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótað að drepa hana og alla fjölskyldu hennar. Hin 25 ára Tessa Brennaman, sem var fyrsta eiginkona Kelley, segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft „illa anda eða hatur sem bjó innra með honum“. Kelley játaði árið 2013 fyrir í herrétt að hafa slegið, sparkað og tekið þáverandi eiginkonu sína hálstaki, auk þess að hafa verið valdur að áverkum á höfði stjúpsonar síns, sonar Brennaman. Var Kelley hann dæmdur í árs fangelsi, en hann starfaði innan flughersins á herstöð í Nýju-Mexíkó. Brennaman lýsir í viðtalinu hvernig Kelley á einum tímapunkti hafi hótað að drepa hana eftir að hún fékk hraðasekt. „Hann var með byssu í hulstrinu og hann tók hana út og beindi henni að enninu mínu og sagði mér „Viltu deyja? Viltu deyja?“ lýsir Brennaman.Kelley hóf árásina fyrir utan kirkjuna og drap þar tvo áður en hann hélt inn í kirkjuna þar sem sunnudagsmessa stóð yfir. Árásin þar stóð í um sjö mínútur áður en hann fór aftur út. Hann flúði af vettvangi í bíl sínum en skaut síðar sjálfan sig eftir eftirför tveggja bæjarbúa. Vegna dómsins sem hann var með á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en vegna mistaka hjá starfsmönnum hersins gleymdist að tilkynna málið til alríkislögreglunnar. Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Fyrrverandi eiginkona Devin Kelley, mannsins sem banaði 26 og særði um tuttugu í skotárás í kirkju í Texas á sunnudag, segir Kelley hafa beitt sig andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótað að drepa hana og alla fjölskyldu hennar. Hin 25 ára Tessa Brennaman, sem var fyrsta eiginkona Kelley, segir í samtali við CBS News að Kelley hafi haft „illa anda eða hatur sem bjó innra með honum“. Kelley játaði árið 2013 fyrir í herrétt að hafa slegið, sparkað og tekið þáverandi eiginkonu sína hálstaki, auk þess að hafa verið valdur að áverkum á höfði stjúpsonar síns, sonar Brennaman. Var Kelley hann dæmdur í árs fangelsi, en hann starfaði innan flughersins á herstöð í Nýju-Mexíkó. Brennaman lýsir í viðtalinu hvernig Kelley á einum tímapunkti hafi hótað að drepa hana eftir að hún fékk hraðasekt. „Hann var með byssu í hulstrinu og hann tók hana út og beindi henni að enninu mínu og sagði mér „Viltu deyja? Viltu deyja?“ lýsir Brennaman.Kelley hóf árásina fyrir utan kirkjuna og drap þar tvo áður en hann hélt inn í kirkjuna þar sem sunnudagsmessa stóð yfir. Árásin þar stóð í um sjö mínútur áður en hann fór aftur út. Hann flúði af vettvangi í bíl sínum en skaut síðar sjálfan sig eftir eftirför tveggja bæjarbúa. Vegna dómsins sem hann var með á bakinu hefði hann í raun ekki átt að getað keypt skotvopn, en vegna mistaka hjá starfsmönnum hersins gleymdist að tilkynna málið til alríkislögreglunnar.
Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01 Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00 Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Kirkjan í Sutherland Springs verður rifin Devin Kelley á að hafa talað vel um fjöldamorðingja og sagst vona að hann "hefði hugrekki“ til að gera það sama og þeir. 10. nóvember 2017 10:01
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Hafði áður ráðist á konu sína og barn Alls fórust 26 í skotárás í Texas. Morðinginn hafði þjónað í flughernum en verið rekinn fyrir líkamsárásir. Tveir menn eltu hann uppi og eru hylltir sem hetjur. 7. nóvember 2017 06:00
Kelley drap ömmu eiginkonu sinnar í kirkjunni Lögregla staðfesti í gær að Kelley hafi sent tengdamóður sinni hótanir í textaskilaboðum, en hún var tíður gestur í kirkjunni þar sem ódæðið var framið. 7. nóvember 2017 10:30