Lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Þorbjörn Þórðarson skrifa 13. nóvember 2017 14:50 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í þinghúsinu eftir þingflokksfund í dag. vísir/anton brink Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“ Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Þingflokksfundi Framsóknarflokksins lauk núna á þriðja tímanum í dag. Á fundinum var það samþykkt að fara í formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Vinstri græn og Sjálfstæðisflokk. Þar með liggur fyrir að allir flokkarnir þrír hafa samþykkt að fara í viðræður um myndun ríkisstjórnar en VG og Sjálfstæðismenn samþykktu það einnig á þingflokksfundum í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir lagt upp með að Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, verði forsætisráðherra. „Við vorum sammála um að hefja þessar viðræður og það var algjör einhugur um þetta í þingflokknum,“ sagði Sigurður Ingi í samtali við fréttastofu eftir fundinn. Hann sagði mikinn samhljóm hafa verið með flokkunum í þeim óformlegu viðræðum sem fóru fram um helgina.„Það er ótrúlega mikill samhljómur í því sem við höfum verið að fjalla um í þessum óformlegu viðræðum á föstudag og laugardag þannig að ég sé engar stórar brekkur framundan. En auðvitað þarf að taka þetta betur saman og fara skýrar yfir ákveðna hluti áður en menn ná endanlega saman,“ sagði Sigurður Ingi. Hann sagði fjárfestingu í innviðum og stöðugleika á vinnumarkaði á meðal þeirra augljósu verkefna sem bíða næstu ríkisstjórnar. „Síðan er það ekki síður að við getum aukið samkeppnishæfni Íslands til lengri tíma þannig að unga fólkið okkar velji að búa áfram á Íslandi. Það tengist þá auðvitað menntun, það tengist nýsköpun, það tengist húsnæði, það tengist jafnrétti alls staðar á landinu, bæði til búsetu en líka þeirra úrræða sem ríkið er að veita landsmönnum,“ sagði Sigurður Ingi.Hver verður forsætisráðherra í ríkisstjórn þessara þriggja flokka ef viðræðurnar ganga vel og ríkisstjórn verður mynduð? „Það hefur auðvitað verið lagt upp með það að ríkisstjórnin yrði leidd af Vinstri grænum og það eru engin ný vísindi.“
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14 Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43 Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Fleiri fréttir Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Sjá meira
Katrín: Setjum hagsmuni lands og þjóðar kannski ofar okkar eigin flokkshagsmunum Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálum nú kalli hugsanlega á það að flokkurinn hugsi út fyrir rammann og skoði jafnvel samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við VG. 13. nóvember 2017 14:14
Meirihluti þingflokks VG styður að fara í formlegar viðræður við Framsókn og Sjálfstæðisflokk Tveir þingmenn lögðust gegn þessu. 13. nóvember 2017 13:43
Treystir ekki Sjálfstæðisflokknum Rósa Björk Brynjólfsdóttir er annar tveggja þingmanna VG sem greiddi atkvæði gegn stjórnarmyndunarviðræðum. 13. nóvember 2017 14:00