Mál íslenskra sjómanna í skattaskjólum felld niður Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 07:41 Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur fellt niður 60 mál sem skattrannsóknarstjóri vísaði til embættisins eftir rannsókn á gögnum um fjármuni Íslendinga í skattaskjólum. Undandregnir skattstofnar í umræddum málum námu tæplega tíu milljörðum króna. Málin ná allt aftur til ársins 2012 og varða flest íslenska sjómenn sem störfuðu hjá íslenskum útgerðum erlendis. Stóran þátt á einn aðili en vanframtaldar tekjur og fjármagnstekjur hans námu um 2,2 milljörðum. Rannsóknirnar voru meðal annars byggðar á gögnum sem keypt voru í kjölfar Panama-lekans. Skattrannsóknarstjóri hefur mánuð til þess að kæra ákvörðunina til ríkissaksóknara. „Við sendum 152 mál til embættis héraðssaksóknara. Nú þegar hafa 60 mál verið felld niður og óvíst er með rest. Það er verið að taka ákvörðun um hvort við kærum ákvörðunina til ríkissaksóknara, en einhver mál verða kærð – það liggur fyrir,“ segir Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri. „Þetta er mikil blóðtaka,“ bætir hún við, en rannsókn málanna var umfangsmikil. Alls varða 34 þessara mála tekjur Íslendinga vegna starfa þeirra erlendis. Í heildina nema vanframtaldar tekjur um 5,7 milljörðum og vanframtaldar fjármagnstekjur rúmum fjórum milljörðum. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segir að litið hafi verið til dómafordæma við ákvörðunina. Vísar hann þar til máls Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar en Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu í maí að íslenska ríkið hefði brotið á þeim þegar Hæstiréttur dæmdi þá fyrir skattalagabrot árið 2013. Hinn dómurinn varðar mál Braga G. Kristjánssonar, sem dæmdur var fyrir meiriháttar skattalagabrot í héraði, en Hæstiréttur ákvað að fresta máli hans á meðan beðið væri eftir dómi Mannréttindadómstólsins. „Við þurftum að bíða eftir niðurstöðum þessara dóma,“ segir Ólafur. „Í ljósi þessara dóma höfum við metið það sem svo að málin séu ekki líkleg til sakfellingar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira