Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða Ingólfur Bender skrifar 15. nóvember 2017 09:30 Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Bender Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Betri þjónusta Strætó Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Ný ríkisstjórn verður að forgangsraða í þágu innviða. Samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun þarf að uppfæra í ljósi þess að auka þarf framkvæmdir og aukið fjármagn þarf í innviðaframkvæmdir á næstu árum. Ný ríkisstjórn þarf að móta heildstæða stefnu um uppbyggingu innviða – innviðastefnu – enda eykst þá yfirsýn og skilvirkni á þessu sviði. Innviðir eru lífæðar samfélagsins. Innviðir skapa hagvöxt, störf og lifandi samfélag. Með fjárfestingu í samgöngum, orku-, vatns-, og hitaveitum, skólum og sjúkrahúsum, fjarskiptakerfi og fleiri innviðum er fjárfest í lífsgæðum þjóðarinnar, samkeppnishæfni atvinnulífsins og hagvexti framtíðarinnar. Í skýrslu Samtaka iðnaðarins og Félags ráðgjafarverkfræðinga sem kom út fyrir skömmu og fjallar um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi kemur fram að hluti innviða er í slæmu ástandi og þarfnast nauðsynlega viðhalds. Í skýrslunni kemur fram að uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða sé í heild 372 milljarðar króna. Verst er ástand vega og fráveitna en þar er uppsöfnuð viðhaldsþörf um 150 milljarðar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf er mikil vegna þess að innviðum hefur ekki verið sinnt sem skyldi síðustu ár. Þannig hefur, svo dæmi sé tekið, fjárfesting hins opinbera verið lítil í samgöngum á undanförnum árum þrátt fyrir að umferð bifreiða hafi margfaldast með meiri efnahagsumsvifum og auknum fjölda ferðamanna. Er nú svo komið að tafir og slys af þessum völdum eru verulegur kostnaður fyrir samfélagið allt. Í umræðum stjórnmálaflokkanna fyrir kosningar til Alþingis kom glögglega fram að einhugur er hjá flokkunum um þörfina fyrir að fara í nauðsynlegar umbætur innviða á því kjörtímabili sem nú er hafið. Kom það til dæmis skýrt fram á fundi sem Samtök iðnaðarins héldu með frambjóðendum allra flokkanna rétt fyrir kosningar að þau skynjuðu vandann og þörfina á að bregðast hratt við honum. Nú þegar hægir á hagvextinum og fram undan er tímabil þar sem slaknar á spennunni í hagkerfinu er rétti tíminn til að huga að uppbyggingu innviða. Umfang verkefnisins er mikið og þarfnast talsverðs tíma í undirbúningi. Einnig er framkvæmdatími langur, oft nokkur ár. Því er þörf að fara strax í þessa vinnu þannig að tryggt sé að við nýtum það svigrúm sem efnahagsaðstæðurnar á kjörtímabilinu skapa til að fara í þessar framkvæmdir en aðstæðurnar munu samkvæmt spám einkennast af mun minni hagvexti en verið hefur og vaxandi atvinnuleysi. Fjárhagsleg staða hins opinbera hefur batnað mikið á síðustu árum og er það því betur í stakk búið en áður var til að fara í innviðaframkvæmdir. Bent hefur verið á að ríkið getur nýtt það svigrúm sem rífleg eiginfjárstaða ríkisbankanna skapar. Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða er hins vegar það mikil að ljóst er að hið opinbera ræður ekki eitt við þá framkvæmd. Vel þekkt er að fjármagn úr einkageiranum getur aðstoðað hið opinbera í uppbyggingu innviða. Höfum við dæmi um það hér á landi og mörg vel heppnuð dæmi eru um það erlendis frá. Má í þessu sambandi benda á ágæta greiningu Greiningardeildar Arion banka um þetta efni þar sem meðal annars kemur fram að sparnaður einkaaðila hér á landi hefur aukist á síðustu árum sem gefur þeim aukið svigrúm til þess að taka þátt í svona framkvæmdum. Innviðauppbygging verður að fá veglegan sess í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar og umtalsvert aukið umfang í fjárlögum næstu ára. Með forgangsröðun og skipulagningu höfum við núna tækifæri til þess að gera þarft átak á þessu sviði til hagsbóta fyrir samfélagið allt án þess að það raski stöðugleikanum. Höfundur er aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar