Guðrún upplifir umræðuna stundum sem væl: Tók því sem hrósi að vera klipin í rassinn Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. nóvember 2017 12:45 Leikkonan Guðrún S. Gísladóttir er í viðtali í nóvembertölublaði Glamour. Silja Magg „Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour. MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
„Maður er náttúrulega að hugsa hlutina upp á nýtt vegna umræðunnar, eins og núna um kynferðislega áreitni. Þessir fullorðnu karlar sem voru oft niðri í leikhúsi þegar ég var ung kona og voru að klípa mann í rassinn og svona, maður bara tók því sem hrósi þá. Ég verð að viðurkenna það. Af því að ég veit að þetta var ekki illa meint,“ sagði Guðrún S. Gísladóttir leikkona í viðtali í nýjasta tölublaði Glamour. „Stundum verð ég alveg... yfir öllu vælinu. Eða ég upplifi umræðuna þannig stundum. Kannski af því að í minni ætt eru mjög sterkar konur sem gjarnan hafa orðið ekkjur ungar, og séð um allt. Ég vorkenni körlum, ég verð að segja það, mér finnst þeir stundum svo hjálparvana, finna aldrei neitt og svona.“ Aðeins konur komu að útgáfu nóvembertölublaðs GlamourForsíðumynd/Silja Magg Haft er eftir Birnu Hafstein formanni Félags íslenskra leikara í umfjöllun Vísis í dag um valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistarinnar á Íslandi að rannsaka þurfi þessi mál. Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir segir þar einnig frá körlum sem klipið hafi í rassinn á leikkonum. „Ég er fædd 1968 og er af þeirri kynslóð kvenna að ég sparka í rassinn á þeim sem klípa í rassinn á mér. Dætur okkar þær eru bara með mörkin á öðrum stað og segja, hey, ekki klípa í rassinn á mér, það er ekki í boði. Ég sagði það aldrei, þannig að ég ég lærði að slá. Þær eru að krefjast þess að þurfa ekki að vera á varðbergi.“ segir hún að þessi þróun sé stórkostleg og að þetta sé merki um að samfélagið sé að þroskast. Sjá einnig: Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Guðrún segir í viðtali sínu að í hennar ætt deyi karlmenn ungir og konurnar sjái um allt saman. Að hennar mati eru konur sterkara kynið. „Ég held að það loði við mína móðurfjölskyldu að fara varlega með karlpeninginn, veikara kynið, kannski vegna þess að hann hefur fallið frá í minni ætt. Mamma er í dagvist fyrir gamalt fólk og þar er kannski einn karl á hverjar 20 konur. Þeir falla frá fyrr. Svo eru þær líka duglegri að skemmta sér. Það eru þær sem sitja í leikhúsinu, þær sem lesa bækurnar. Hvað helduru að sé gaman hjá þessum karlræflum. Hvað eru þeir að gera?“ Um meint fyllerí í leikhúsunum sagði Guðrún: „Ég held að ég hljóti að hafa verið fyrir mína tíð. Eða svo segja sögurnar og allir að sofa saman uppi á herbergi og eitthvað. Ég missti alveg af því og gömlu körlunum fannst það hálf skítt, að nú væri þetta orðið hálfgert klaustur. Nú passa leikhússtjórarnir sig á því að hafa alltaf sýningu daginn eftir frumsýningu, svo enginn fari á fyllerí.“ Viðtalið má lesa í heild sinni í nóvembertölublaði Glamour.
MeToo Tengdar fréttir Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Snjóskafl sem þarf að bræða: Valdaójafnvægi og áreitni innan leiklistar á Íslandi Formaður félags íslenskra leikara vill að rannsókn fari fram á áreitni, kynferðislegu ofbeldi og misbeitingu valds innan leiklistar hér á landi. Hundruð hafa stigið fram og sagt frá slíku á síðustu vikum í Svíþjóð auk Bandaríkjanna og víðar. 15. nóvember 2017 09:00