Hugsum til framtíðar Arnar Páll Guðmundsson skrifar 16. nóvember 2017 16:14 Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Páll Guðmundsson Skoðun Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Aðal umræðuefnið á kaffistofum landsins þessa dagana er stjórnarmyndun VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, það er alveg sama hvert maður fer alltaf er spurt hvernig líst þér svo á samstarf þessara þriggja flokka? Ég hef ávallt haft það að leiðarljósi að skoða vel fyrirliggjandi gögn áður en ég tek upplýsta ákvörðun og því get ég ekki svarað þessari spurningu fyrr en stjórnarsáttmáli þessara flokka liggur fyrir. En ég er hugsi, hugsi yfir því hvernig andstæðingar í pólitík geti allt í einu orðið sáttir, án nokkurra breytinga á stefnumálum og ákveðið síðan í sameiningu að kanna hvort að flötur sé fyrir samstarfi í ríkisstjórn. Ef við skoðum stefnuskrár þessara þriggja flokka og berum þær saman, þá kemur í ljós að það er mun fleira sem sundrar þá en sameinar og því verður æ forvitnara að sjá stjórnarsáttmálann, það er að segja ef af honum verður. Ég get einfaldlega ekki beðið. Þegar ég hugsa um niðurstöður nýafstaðinna kosninga þá finnst mér eins og að fólk hafi gleymt því af hverju kosið var fyrr en áætlað var. Ástæðan er sú að þau skilaboð sem við fengum frá kjósendum voru þau að breytingar eigi að víkja fyrir stöðnun og að frjálslyndi eigi að láta í minni pokann fyrir íhaldssemi. En hvað er það sem veldur því að við fáum þessar niðurstöður er það rík flokkshollusta kjósenda, trú á loforðaflaum margra stjórnmálaflokka eða einfaldlega sú gamla hugsun „það breytist aldrei neitt, sama hvað ég kýs“? Ég tel að ástæðan sé samblanda af öllum þessum þáttum. Til dæmis ef við trúum á að breytingar geti orðið á samfélagi okkar þá verðum við að vera framsýn og stuðla að nýbreytni í stað flokkshollustu, leggja traust á sum loforð en taka rökfasta umræðu um önnur og hætta að hugsa neikvætt um breytingar því allt er jú hægt ef að viljinn er fyrir hendi. Við skulum samt vona að sama hvaða ríkisstjórn tekur við, þá mun hún setja almannahagsmuni í öndvegi og breytingar í forgang sem þjóna almenningi, því að með þessu hugarfari er hægt að gera Ísland að landi tækifæranna fyrir komandi kynslóðir.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun