Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni malaði gull fyrir kirkjuna í fyrra. Vísir/Eyþór Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Sjá meira