Turninn malar gull í sjóði Hallgrímskirkju Sigurður Mikael Jónsson skrifar 17. nóvember 2017 07:00 Útsýnið úr Hallgrímskirkjuturni malaði gull fyrir kirkjuna í fyrra. Vísir/Eyþór Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Tekjur Hallgrímskirkju af seldum ferðum upp í útsýnispall kirkjuturnsins námu 238 milljónum króna á síðasta ári. Það er tekjuaukning um ríflega 77 milljónir króna á milli ára. Framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir það fjölgun ferðamanna að þakka. Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í tekjuafgang á síðasta ári. Ríkisendurskoðun birti á þriðjudag yfirlit úr ársreikningum sókna fyrir árið 2016. Þar má sjá að heildartekjur Hallgrímssóknar námu 334,7 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru 33,6 milljónir í sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir í önnur framlög og styrki en mest munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem námu rúmum 272 milljónum króna, samanborið við 195 milljónir árið 2015. Fréttablaðið óskaði eftir sundurliðun á þeim lið frá Hallgrímskirkju og þar kemur fram að af þessum 272 milljónum króna voru tekjur af útsýnispalli turnsins 238.244.653 kr. Aðgangseyrir að turninum er 900 krónur fyrir fullorðna en 100 krónur fyrir börn 6-16 ára. Tekjur af turninum í fyrra jafngilda því að 264.716 fullorðnir einstaklingar hafi keypt sér ferð upp í turninn, eða 725 fullorðnir hvern einasta dag árið 2016. Jónanna Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Hallgrímskirkju, segir tekjur ársins í fyrra hafa verið meiri en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir. „Það er vegna fjölgunar ferðamanna sem kjósa að greiða fyrir ferð á útsýnispallinn í kirkjuturninum.“ Allar tekjur af turnferðunum renna til Hallgrímskirkju og eru mikilvægar rekstrinum. „Tekjur hafa verið nýttar til að endurgreiða lán vegna turnviðgerða 2008, kostnað við rekstur og viðhald kirkjunnar auk kostnaðarsamra steypuviðgerða á hliðarálmum kirkjunnar,“ segir Jónanna. Til samanburðar námu tekjur kirkjunnar af turnferðum 27,2 milljónum árið 2010 og hafa því hækkað um 775% á tímabilinu. Aðrar tekjur Hallgrímskirkju í fyrra voru meðal annars 5,3 milljónir í leigutekjur, 1,3 milljónir í messusamskot, 51 þúsund krónur vegna sölu minningarkorta og tæpar 18 milljónir króna af sölu annars varnings.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira