Herinn fagnar velgengni í Simbabve Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 18. nóvember 2017 07:00 Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í gær. Viðræður um framtíð hans standa enn yfir. Nordicphotos/AFP Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Forsvarsmenn simbabveska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umræddir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóðina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu-PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftarhátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöllun Guardian í gær sagði að viðurvist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bendir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé líklegt að aðgerðir hersins beinist frekar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu-PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmerson Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brottreksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu-PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki viðstaddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafahermanna, boðaði til blaðamannafundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skilaboð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabvemanna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfugöngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Framtíð Mugabe og Simbabve óljós Viðræður um framtíð Roberts Mugabe, forseta Simbabve, fóru fram í gær. Herinn hefur hneppt Mugabe í stofufangelsi. Hann gæti þó haldið forsetastólnum fram að landsþingi flokks síns í desember. 17. nóvember 2017 07:00