Loftslagsbreytingar munu hrekja tugi milljóna manna á flótta Kjartan Kjartansson skrifar 3. nóvember 2017 10:17 Þurrkar hafa valdið hungusneyð á Sahel-svæðinu. Loftslagsbreytingar munu líklega gera svæðið enn þurrara á næstu áratugum. Vísir/AFP Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF. Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira
Versti flóttamannavandi í sögunni er í uppsiglingu þegar tugir milljóna manna munu þurfa að flýja heimili sín vegna loftslagsbreytinga á næstu áratugum. Í nýrri skýrslu er varað við því að milljónir Afríkubúa muni hrekjast frá heimalöndum sínum til Evrópu. Umhverfisréttlætissjóðurinn (EJF) birti skýrsluna í gær. Í henni segja háttsettir bandarískir herforingjar og öryggissérfræðingar að flóttastraumurinn af völdum loftslagsbreytinga muni verða margfalt meiri en sá sem hefur verið síðustu árin vegna átakanna í Sýrlandi, að því er kemur fram í frétt The Guardian. „Ef Evrópa telur sig glíma við vanda með fólksflutninga í dag...bíðiði í tuttugu ár. Sjáið hvað gerist þegar loftslagsbreytingar reka fólk út úr Afríku, sérstaklega Sahel-svæðið [í Vestur- og Mið-Afríku sunnan Sahara], og við erum ekki bara að tala um eina eða tvær milljónir heldur tíu til tuttugu. Það mun ekki fara til suðurhluta Afríku, það mun fara yfir Miðjarðarhafið,“ segir Stephen Cheney, fyrrverandi fylkisforingi stórdeildar Bandaríkjahers í skýrslunni. Skýrsluhöfundar hvetja ríki heims, sem koma saman á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Bonn í Þýskalandi í næstu viku, til þess að samþykkja regluverk til að vernda loftslagsflóttamenn og að gera meira til að ná markmiðunum sem sett voru í Parísarsamkomulaginu um að takmarka hlýnun jarðar. „Loftslagsbreytingar eru óútreiknanleg breyta sem getur leitt til ofbeldis og átaka með hörmulegum afleiðingum þegar hún bætist við félagslega, efnahagslega og pólitíska spennu sem er þegar til staðar,“ segir Steve Trent, framkvæmdastjóri EJF.
Loftslagsmál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Fleiri fréttir Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Sjá meira