Framleiðslu VW Scirocco hætt Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 11:30 Volkswagen Scirocco hefur ávallt verið fallegur og sportlegur bíll og hálfgerð synd að framleiðslu hans sé nú hætt. Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni. Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni.
Mest lesið Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira