Framleiðslu VW Scirocco hætt Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 11:30 Volkswagen Scirocco hefur ávallt verið fallegur og sportlegur bíll og hálfgerð synd að framleiðslu hans sé nú hætt. Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni. Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Volkswagen hefur tekið þá ákvörðun að hætta framleiðslu Scirocco bíls síns eftir 43 ára framleiðslusögu bílsins, þó svo hlé hafi orðið á framleiðslunni. Scirocco hefur ávallt þótt í fallegri kantinum enda ávallt með sportlegu yfirbragði. Fyrsta kynslóð Scirocco var teiknaður af Ítalanum Georgette Guigiaro og kom hann á markað árið 1974. Önnur kynslóð bílsins kom svo 1981 og var sá bíll í framleiðslu til ársins 1992, en þá var framleiðslunni hætt í bili. Hún var svo tekin upp aftur árið 2009 er þriðja kynslóð bílsins var kynnt. Síðasta nýja útgáfa bílsins var Scirocco R með allt að 276 hestafla vél, en fá mátti Scirocco með einum 6 vélarkostum. Ástæða þess að Volkswagen hættir nú framleiðslu Scirocco er einna helst sú staðreynd að bíllinn hefur bara ekki selst nógu vel, en eftir dísilvélahneyksli Volkswagen hefur fyrirtækið skorið niður í bílgerðaúrvalinu og þá helst í þeim gerðum sem ekki seljast í miklu magni.
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Myndband sýnir ferðamenn hætt komna í miklum öldugangi við Reynisfjöru Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Ríkið hætti fjölmiðlaafskiptum Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira